fbpx
Mánudagur 26.október 2020
Fréttir

Sagður hafa slegið unnustu í andlitið með Sony Soundbar hátalara og sent henni 23 hótanir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. október 2020 15:15

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem ákærður er fyrir stórfellt ofbeldi og hótanir í garð unnustu sinnar. Einnig er maðurinn sakaður um hótanir í garð  lögmanna inni  á lögmannsstofu í sumar. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. nóvember. Landsréttur staðfesti þennan úrskurð fyrir nokkrum dögum.

Um meinta líkamsárás á konuna segir í úrskurði héraðsdóms:

„Sérstaklega hættulega líkamsárás sem talin er varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hafa að kvöldi mánudagsins 11. maí 2020, að […]á […], slegið þáverandi unnustu sína, F, kennitala […], í andlitið með Sony soundbar hátalara, með þeim afleiðingum að Fhlaut skurð, bólgu og mar á vinstra augnloki, mar á vinstra gagnauga, sár á efri vör, tognun í herðum og hálsi, eymsli yfir kinnbeinum og framtönnum í efri góm og los kom á framtennurnar.“

Hótanir í skilaboðum til konunnar eru taldar upp í úrskurðinum og eru þær samtals 23. Er mikið um líflátshótanir, hótanir um ofbeldi í garð móður konunnar, og ítrekaðar hótanir um nauðgun í endaþarm. Þá hótar maðurinn að drepa börn konunnar. Maðurinn brúkar orðið „fokking“ mjög víða í textaskilaboðum sínum. Hótanirnar eru mjög ógeðfelldar en hér er sýnishorn:

„Mér er alveg sama, mér er alveg saman hvað þú ert að gera. Ég er bara að segja við þig ef að þú er eitthvað svona eitthvað fokk skilur þú, ég er ekki að grínast. Ég drep
þig. Ég er ekki að djóka í þér. Og ef að börnin þín verða þú veist fyrir mér þá bara verða þau fyrir skilur þú. Þú bara fokking deyrð skilur þú. Far þú bara að gera það sem ég segi þér að fokking gera skilur þú, annars fokking drep ég C og D.“
Maðurinn er ennfremur sakaður um hótanir í garð lögmanna og sagður meðal annars hafa hótað að myrða börn þeirra.
Einnig er hann sakaður um eignaspjöll með því að hafa rutt vörum fram af útstillingarborði í verslun í Hafnarfirði.
Þá er maðurinn sakaður um brot á nálgunarbanni gegn sambýliskonunni. Mun hann hafa komist í samband við hana með því að villa á sér heimildir í kjölfar þess að konan svaraði húsnæðisauglýsingu án þess að gera sér grein fyrir því að auglýsandinn væri fyrrverandi unnusti hennar. Daginn eftir samskiptin er hann sagður hafa ruðst inn á heimili konunnar og framið þar skemmdarverk og valdið tjóni að andvirði tæplega 6 milljónir króna. Hellti hann klór úr brúsum yfir fatnað konunnar og lét vatn rennda um íbúðina með þeim afleiðingum að tveir sjónvarpsskjáir, fartölva, kaffivél, leikjatölva, djúpsteikingarpottur og ýmiskonar húsbúnaður skemmdist.
Maðurinn er ákærður fyrir mörg önnur húsbrot gagnvart konunni, sem og hótanir og ofbeldi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þrettán af nítján íbúum smitaðir auk fjögurra starfsmanna

Þrettán af nítján íbúum smitaðir auk fjögurra starfsmanna
Fréttir
Í gær

Þórólfur óttast frekara smit

Þórólfur óttast frekara smit
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir svakalegri reynslu af frystitogaranum – „Það var erfitt að horfa á hann“

Lýsir svakalegri reynslu af frystitogaranum – „Það var erfitt að horfa á hann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólíver brosir hringinn – hefur fengið skilaboð og símtöl frá öllum þeim sem hann dýrkar og dáir mest í lífinu

Ólíver brosir hringinn – hefur fengið skilaboð og símtöl frá öllum þeim sem hann dýrkar og dáir mest í lífinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjögur ungmenni flutt á bráðadeild eftir umferðarslys í Kópavogi

Fjögur ungmenni flutt á bráðadeild eftir umferðarslys í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Draugur 2016-klúðurs Demókrata vofir enn yfir kosningunum

Draugur 2016-klúðurs Demókrata vofir enn yfir kosningunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði dóm yfir Hafsteini Oddssyni – Misþyrmdi konu hrottalega og skildi hana eftir nakta á víðavangi

Landsréttur mildaði dóm yfir Hafsteini Oddssyni – Misþyrmdi konu hrottalega og skildi hana eftir nakta á víðavangi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umboðsmaður Alþingis krefur Svandísi um svör vegna sóttvarnaráðstafana

Umboðsmaður Alþingis krefur Svandísi um svör vegna sóttvarnaráðstafana