fbpx
Laugardagur 31.október 2020
Fréttir

Mál Stjörnunuddarans vindur upp á sig – Fórnarlamb fast í Bandaríkjunum

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 1. október 2020 17:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vendingar urðu í máli Héraðssaksóknara gegn Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni í dag þegar Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms um að eitt vitnið í málinu og meint fórnarlamb Jóhannesar fengi að bera vitni í málinu í gegnum Teams.

Byggir dómari á tímabundnu lagaákvæði sem sett var inn í lög um meðferð sakamála vegna heimsfaraldurs Kórónaveirunnar. Er þar vitnum, sem komast ekki til landsins vegna faraldursins, veitt heimild til þess að bera vitni í gegnum fjarfundabúnað.

Kemur fram í dómnum að ákærða, Jóhannesi Tryggva, er gefið að sök að hafa í mars eða apríl 2015 haft við brotaþola önnur kynferðismök en samræði án hennar samþykkis með því að káfa á kynfærum hennar og sett fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum, þar sem hún lá. Jóhannes neitar sök í máli þessarar konu sem og hinna þriggja.

Þinghald í málinu er lokað, og er þetta því í fyrsta sinn sem dómsskjal er málið varðar er gert opinbert.

Konan sem um ræðir býr í Bandaríkjunum og er þar að sækja um varanlegt landvistarleyfi. Á meðan sú umsókn er til meðferðar hjá bandarískum yfirvöldum megi hún ekki fara úr landi. Þess utan eru flugsamgöngur milli Íslands og Bandaríkjanna svo gott sem lamaðar og ferðatakmarkanir slíkar að óvíst er hvort hún fengi að snúa til baka vegna ferðatakmarkana í Bandaríkjunum.

Í ljósi atvika heimilaði Héraðsdómur Reykjaness að konan bæri vitni í málinu í gegnum fjarfundabúnað. Í því sambandi skal brotaþolinn mæta á skrifstofu ræðismanns Íslands í þeirri borg sem hún býr í, með vegabréf sitt. Þar skal hún sitja ein í herbergi og gefa skýrslu í hljóði og mynd í gegnum fjarfundabúnaðinn Teams. Sá fundur skal vera tekinn upp í hljóði og mynd í Héraðsdómi Reykjaness og varðveitt af héraðsdómi ásamt öðrum málsgögnum, að því er fram kemur í úrskurðinum.

Ákærði gerði þá kröfu að konunni yrði gert skylt að mæta fyrir dóm og gefa þar skýrslu í eigin persónu. Er ákvörðun héraðsdóms var ljós, gerði hann þá kröfu að héraðsdómur úrskurðaði um málið sem var forsenda þess að hann gat áfrýjað til Landsréttar, sem hann og gerði. Landsréttur, sem fyrr sagði, staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness.

Í dómnum kemur jafnframt fram að aðalmeðferð í málinu átti að fara fram 21.-23. og 25. september. Vegna ágreiningsins um skýrslugjöf vitnisins hefur aðalmeðferðinni nú verið frestað til loka október.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bandaríski sendiherrann hafður að háði að spotti – „Was this written by a grown-up?“

Bandaríski sendiherrann hafður að háði að spotti – „Was this written by a grown-up?“
Fréttir
Í gær

Segir Þórð og Benedikt popúlista og lýðsleikjur –  „Að vekja upp öfund, hatur og gremju. Það virðist vera þeirra markmið.“

Segir Þórð og Benedikt popúlista og lýðsleikjur –  „Að vekja upp öfund, hatur og gremju. Það virðist vera þeirra markmið.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír látnir í hnífaárás í Nice – Sagður hafa hrópað „Allahu Akbar“ er hann afhöfðaði konu

Þrír látnir í hnífaárás í Nice – Sagður hafa hrópað „Allahu Akbar“ er hann afhöfðaði konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrettánda COVID-andlátið

Þrettánda COVID-andlátið