fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Vextir áfram 1%

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 7. október 2020 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peningastefnunefnd Seðlabanka Ísland (SÍ) hefur ákveðið að halda vöxtum SÍ óbreyttum svo meginvextir bankans, vextir á sjö daga innbundnum innlánum, verða áfram 1%.

Í tilkynningu SÍ segir að hátíðnivísbendingar og kannanir hafi bent til að hægt hafi á vexti eftirspurnar í lok sumars. Vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar undanfarið hafi efnahagshorfur versnað frá því sem ráð var gert fyrir í ágúst, óvissan sé mikil og muni þróun efnahagsmála ráðast töluvert af framgangi faraldursins.

Verðbólga sé meiri en spáð var í ágúst og gæti enn áhrifa gengislækkunar krónunnar á verð innfluttrar vöru.

Lægri vextir sem og aðrar aðgerðir SÍ í vor hafi stutt við innlenda eftirspurn. Áhrif þessa eigi þó enn eftir að koma fram að fullu og muni áfram styðja við þjóðarbúskapinn og stuðla að hraðari efnahagsbata.

Verðbólgan jókst milli ársfjórðunga og mældist 3,2 prósent á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er meira en spár gerðu ráð fyrir. Slaki í þjóðarbúskapnum muni þó að óbreyttu leiða til að verðbólga hjaðni þegar áhrif gengisveikingar fjara út. Verðbólguvæntingar til meðallangs og langs tíma hafi hins vegar lítið breyst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga