fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Tengsl á milli máls Guðrúnar og Aras og rassíunnar í Héðinshúsi – Vísbendingar um svartar launagreiðslur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 27. janúar 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla hefur nýlega gert tvær rassíur í Héðinshúsinu, þar sem unnið er að byggingu nýs hótels CenterHotels, vegna gruns um ólöglegt vinnuafl. Sú seinni var þann 21. janúar þar sem átta manns voru handteknir, grunaðir um að framvísa fölsuðum skilríkjum til að fá atvinnuleyfi hér á landi. Stundin greinir frá. Í september gerði lögreglan fyrri rassíu sína á staðnum þar sem tveir voru handteknir af sömu ástæðum. Mennirnir tengjast allir byggingarfyrirtækjunum Járnhestur og HBS byggingarfélag. Forsvarsmaður beggja fyrirtækjanna er ungur maður að nafni Hjálmtýr Bergsson Sandholt.

Um miðjan desember greindi DV frá máli þar sem maður var handtekinn á byggingarsvæði í Njarðvík og annar maður flúði eftirlitsmenn á vettvangi. Hvorugur gat framvísað gildum persónuskilríkjum né pappírum sem sanna atvinnuleyfi. Á daginn kom að maðurinn sem var handtekinn hafði aldrei fengið laun millifærð á reikning heldur alltaf fengið greitt í peningum. Viðurkenndi maðurinn að honum hefði verið smyglað inn í landið frá Svíþjóð. Talið er líklegt að hann hafi verið hælisleitandi eða flóttamaður í Svíþjóð. Samkvæmt öruggum heimildum DV tengjast mennirnir einnig fyrirtækjum Hjálmtýs Sandholt.

Eiginmaður Guðrúnar hefur starfað hjá Hjálmtý

Meðal starfsmanna hjá Hjálmtý er, eða hefur verið, Aras Nasradeen Kak Abdullah, 32 ára gamall Kúrdi, að því er eiginkona hans, Guðrún Benediktsdóttir, fullyrðir. Hefur hún greint DV frá því hvernig hún var vitni að því að Aras hélt utan um mál erlendra starfsmanna hjá Hálmtýs. DV veit ekki hvort Aras starfaði (eða starfar) undir merkjum Járnhests, HBS byggingarfélags eða annars félags í eigu Hjálmtýs.

DV hefur mikið fjallað um mál Guðrúnar og Aras en Guðrún, sem er 54 ára, hefur lengi freistað þess að fá skilnað frá Aras, sem er fyrir löngu fluttur út frá henni, enda telur hún að hjónaband þeirra hafi verið svikamylla. Skilnaðarmálið er nú til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

DV hefur undir höndum gögn sem virðast sanna að Aras hefur starfað fyrir Hjálmtý Sandholt. Gögnin gefa einnig til kynna að Hjálmtýr hafi samþykkt að greiða Aras svart. Þó liggja ekki fyrir sannanir um að hann hafi í raun fengið greitt svart. Gögnin varða aðdraganda þess að Aras var ráðinn til starfa hjá Hjálmtý en eru einnig frá þeim tíma er Aras starfaði þar.

Dvalarleyfi Aras hér á landi rann út í nóvember 2019. Dvalarleyfið fékk hann ári áður á grundvelli hjónabands síns og Guðrúnar. DV hefur ekki fengið upplýsingar um hvort Aras hafi fengið dvalarleyfi sitt endurnýjað eða hvort hann sé nú dvalarleyfislaus hér á landi. Hefur Útlendingastofnun fengið skýrar upplýsingar um hina raunverulegu stöðu hjónabandsins.

Því skal haldið til haga að í samtali við Stundina fullyrðir Hjálmtýr að fyrirtæki hans hafi ekki komið að flutningi ólöglegu starfsmannanna hingað til lands. Rétt er líka að árétta að DV hefur engar sannanir fyrir því að Járnhestur eða önnur fyrirtæki í eigu Hjálmtýs hafi flutt inn til landsins ólöglegt vinnuafl. Ljóst er hins vegar að réttindalausir starfsmenn hafa unnið hjá honum. Óvíst er hve margir þeir eru.

Sjá einnig:

Guðrún leitar að manninum sínum svo hún geti skilið við hann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki