fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Lögreglumaður ákærður fyrir ofbeldi gegn manni á sjötugsaldri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 20:34

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi vegna meintrar harkalegrar handtöku. Kom þetta fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Meintur brotaþoli er 64 ára gamall maður sem að sögn lögfræðings hans er venjulegur borgari sem rekur fyrirtæki. Var hann handtekinn eftir að hann hafði farið út að skemmta sér eitt kvöldið.

Lögregluþjónarnir sem handtóku manninn staðhæfa að hann hafi verið dónalegur við þá og því gerst sekur um brot gegn valdstjórninni. Í ákæru er sagt að maðurinn hafi verið sleginn tveimur höggum í andlit, hné verið þrýst að hálsi hans og höfði og handjárnaðar hendur hans verið  ítrekað þvingaðar í sársaukastöðu.

Upptökur úr eftirlitsmyndavélum  urðu til þess að annar lögreglumaðurinn var ákærður fyrir handtökuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum