fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Svandís óttast að eiginmaðurinn taki eigið líf – „Ég er stöðugt hrædd um að lögreglan banki upp á og segi að hann hafi fundist dáinn“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. janúar 2020 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er erfitt að ímynda sér hvað Svandís Fudner Svendsen, 36 ára, hefur gengið í gegnum síðustu árin. Fyrir 11 árum gekk þessi íslenska kona í hjónaband með Dananum Piet Funder Svendsen, 36 ára, sem var þá nýkominn heim eftir sex mánaða dvöl í Afganistan með danska hernum. Einu ári síðar var hann greindur með áfallastreituröskun en óhætt er að segja að hún hafi sett mark sitt á líf þeirra hjóna alla tíð eftir að hann kom heim frá Afganistan.

DV fjallaði um þau hjón í nóvember 2018 en þá hafði Svandís skrifað átakanlega grein um baráttu þeirra við veikindi Piet og vildi vekja athygli á þeirri baráttu sem margir fyrrverandi hermenn og fjölskyldur þeirra eiga í daglega vegna áfallastreituröskunar.

Annað kvöld sýnir Danska ríkisútvarpið heimildamynd um hjónin og baráttu þeirra en fjölskyldunni var fylgt eftir í eitt ár. Myndin er nú þegar aðgengileg á vef miðilsins.

Í henni kemur meðal annars vel fram hversu mikil áhrif veikindi Piet hafa haft á fjölskylduna en þau eiga þrjú börn saman, þau eru 12, 11 og 5 ára. Þau eru vel meðvituð um veikindi föður síns því Svandís hefur aldrei leynt ástandinu fyrir börnunum.

Piet og Svandís. Mynd:Úr einkasafni

Veikindin brjótast fram á margvíslegan hátt. Til dæmis á Piet erfitt með að komast fram úr rúmi á morgnana. Að bursta tennur getur verið næstum óyfirstíganlegt verkefni fyrir hann. Hann á oft erfitt með svefn á nóttunni og hefur oft eytt miklum peningum á andvökunóttum þegar hann hefur verslað á netinu. Hann getur ekki smurt nesti, farið með börnin til læknis og raunar ekki hjálpað til með það sem þarf að gera á heimilinu. Allt hvílir þetta á Svandísi og hefur gert árum saman.

Svandís neitar að gefast upp og ástæðan er einföld segir hún:

„Þetta er ást!“

Þau kynntust í desember 2006 og smullu strax saman segir Svandís.

„Við smellpössuðum bara saman og það var eitthvað inni í mér sem sagði að við pössuðum saman. Ég gat ekki ímyndað mér líf án hans og það get ég enn ekki. Ég sé okkur tvö fyrir mér sem gömul hjón í eins fötum.“

Segir Svandís meðal annars í myndinni.

Hræðilegt ár

Síðasta ár, árið sem Danska ríkissjónvarpið fylgdist með fjölskyldunni, var henni erfitt og segir fjölskyldan sjálf að þetta hafi verið „skaðræðisárið“ og segir Piet að hann hafi verið „sérstaklega slæm útgáfa af sjálfum sér“. Hann segir að þetta hafi ekki átt að fara svona illa en hlutirnir hafi undið upp á sig og ekki sé frá mörgu jákvæðu að segja.

Svandís og Piet eru bæði vel meðvituð um að börnin þeirra hafa gengið í gegnum meira en mörg önnur börn enda er það ekki svo að hermenn sem glíma við áfallastreituröskun glími einir við hana, veikindin bitna einnig á fjölskyldum þeirra.

Piet við skyldustörf. Mynd:Úr einkasafni

Í þau tæpu 12 ár sem Piet hefur glímt við veikindin hefur allt tengt daglegu lífi hvílt á herðum Svandísar sem hefur sjálf glímt við erfitt þunglyndi og gríðarlegt andlegt álag.

„Ég verð að viðurkenna að þegar ástandið hefur verið sem verst hef ég hugsað að ég hefði átt að gefast upp fyrir átta árum. Ég hef margoft spurt mig sjálfa hvort ég vilji berjast í þessu stríði? Ég hef hef komist að þeirri niðurstöðu að ég vil frekar lifa með Piet og þessum neikvæðu hlutum en að lifa ekki með honum.“

Segir hún í myndinni.

Fram kemur að eftir því sem Piet dregst lengra niður í svartnættir byrjar hann að nota áfengi og á nokkrum fylleríum tekur hann kókaín. Í framhaldi af þessu tekur hann þá ákvörðun að skilja við Svandísi, þvert gegn hennar óskum. Hann segir að honum líði þannig að þau eigi ekki að vera saman núna, hann þurfi að vera í betra standi til að vera betri útgáfa af sjálfum sér og geta þannig myndað meira jafnvægi í sambandinu.

Hann segir að skilnaðurinn sé ekki endanlegur, þau eigi bara ekki að vera saman núna en vonast til að þau geti aftur náð saman en kannski búið í sitthvoru lagi. Þau eru nú skilin að borði og sæng en búa nálægt hvort öðru.

Áhugasömum er bent á að heimildamyndin verður sýnd á DR1 mánudagskvöldið 20. janúar klukkan 19.00 að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu