Sunnudagur 26.janúar 2020
Fréttir

Lára varar við pokunum: Njóta vaxandi vinsælda hér á landi – „Það var notað sem skordýraeitur og hreinsiefni“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. janúar 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lára G. Sigurðardóttir læknir segir að kominn sé tími á það að flokka nikótín sem sterkt eiturefni undir ströngu eftirliti. Þetta segir Lára í bakþönkum Fréttablaðsins í dag.

Tilefni pistilsins er væntanlega umræða um auknar vinsældir svokallaðra nikótínpoka sem notaðir eru undir vör. Pokarnir fást í mismunandi styrkleikum en þeir sterkustu innihalda 16 millígrömm af nikótíni, en til samanburðar inniheldur sterkasta nikótíntyggjóið sem fæst í apótekum fjögur millígrömm af nikótíni. Bæði er hægt að nálgast pokana í verslunum hér á landi en einnig á netinu. Þar sem pokarnir innihalda ekki tóbak fjalla engin sérstök lög um þá hér á landi.

Lára varar við nikótíninu og segir það hafa reynst jafn ávanabindandi og kókaín og heróín. Hún lýsir svo dæmigerðum fráhvarfseinkennum eftir að fólk kemst upp á lagið með að nota það.

„Svefntruflanir, svimi, örvænting, óþolinmæði, óróleiki, reiði, leiði, kvíði, þunglyndi, þreyta, martraðir, höfuðverkur, eirðarleysi og einbeitingarskortur eru einkenni sem lýst hafa verið eftir notkun þess. Það lætur þér kannski líða vel í skamma stund en á endanum ertu farinn að nota það til að deyfa vanlíðanina. Þú ert ágætur í rúma klukkustund og þá þarftu annan skammt,“ segir Lára.

„Nú fæst þetta efni nálægt skólalóðum í fjórfalt hærri styrkleika en hörðustu reykingamenn fá keypt í apótekum. Hver er tilgangurinn með frjálsri sölu nikótínpoka? Allavega ekki til að hætta að reykja, samkvæmt tollstjóra. Nikótín getur virkað spennandi eða töff en veldur eftirsjá þegar það hefur breytt taugatengingum í heilanum þannig að þér fer að líða illa án þess . Flestir sjá eftir að hafa byrjað og aðeins einum af hverjum þrjátíu tekst að losna í fyrstu tilraun úr þrældómi þess.“

Lára vísar svo í nýlega úttekt Neytendastofu sem sagði að sjoppur væru oft óhæfar til að bera þá ábyrgð sem nikótíni fylgir. Dæmi séu um að búið sé að rjúfa innsigli á rafsígarettuvökva og bæta við nikótíni í óþekktum skömmtum. Hún segir að nikótín sé ekkert annað en eitur.

„Nikótín er náttúrulegt eiturefni sem finnst í tóbaksplöntum. Það var notað sem skordýraeitur og hreinsiefni – því það er eitur. Nikótín hefur áhrif á hjarta og taugakerfi og eitt milligramm getur til dæmis valdið dauða hjá ungu barni. Því þurfa þeir sem umgangast efnið í miklu magni að vera í sérstökum búningum sem vernda þá.“

Lára segir að kominn sé tími á að flokka nikótínið eins og það eiturefni sem það er og fylgja því eftir með ströngu eftirliti. „Við eigum ekki að þurfa að horfa á samviskulausa sölumenn selja börnunum okkar eitur í vökva eða poka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Þórólfur varar við stórslysi: „Það sést ekkert hérna“

Þórólfur varar við stórslysi: „Það sést ekkert hérna“
Fréttir
Í gær

Anna Björg líkir heimilinu við fangelsi – Fatlaður sonur fær engan stuðning – „Þetta er búið að vera helvíti“

Anna Björg líkir heimilinu við fangelsi – Fatlaður sonur fær engan stuðning – „Þetta er búið að vera helvíti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta lægð kemur í kvöld: Snjókoma í öllum landshlutum

Næsta lægð kemur í kvöld: Snjókoma í öllum landshlutum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoða hvort Wuhan-veiran sé komin til Skotlands

Skoða hvort Wuhan-veiran sé komin til Skotlands