fbpx
Mánudagur 25.september 2023
Fréttir

Samherji ekki af baki dottnir – Birta annað myndband og standa við ásakanir – „Þeir eru að búa til fréttir“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 23. ágúst 2020 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur birt annað myndband á YouTube rás sinni. Fyrsta myndbandið birtu þeir 11. ágúst og var því ætlað að draga úr trúverðugleika RÚV og fjölmiðlamannsins Helga Seljan vegna vinnubragða þeirra í Seðlabankamálinu.

Það myndband vakti hörð viðbrögð og greindi Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, frá því í kjölfarið að líklega yrði bið á næsta myndbandi.

Biðin virðist ekki hafa verið löng því rétt í þessu kom myndbandið „Skýrslan sem hvergi finnst“ á YouTube.

Þar er vikið að yfirlýsingu sem Verðlagsstofa skiptaverðs gerði í kjölfarið af fyrra myndbandinu. Þar var staðfest að skjalið sem Helgi Seljan og RÚV höfðu undir höndum hafi vissulega verið til. Hins vegar hafi ekki verið um formlega skýrslu að ræða heldur Excel-skjal. Samherji bendir á að það staðfesti í raun málflutning þeirra. Engin skýrsla sé til þar sem aldrei hafi verið um skýrslu að ræða.

Í myndbandinu núna segir: 

„Daginn áður, þriðjudaginn 11. ágúst kl. 09:00 birti Samherji heimildaþátt á YouTube um upphaf Seðlabankamálsins og vinnubrögð RÚV í þætti Kastljóss 27. mars 2012. 

Meginfullyrðingin úr þætti Samherja var að skýrsla Verðlagsstofu skiptaverðs, sem var aðal heimild Kastljóss í þættinum, hefði aldrei verið samin.“

Í myndbandinu er talað við Björgólf Jóhannsson, forstjóra Samherja. Hann telur fyrra myndbandið hafa veri nauðsynlegt og átt erindi við almenning.

„Það var svona enginn svo sem ávinningur fyrir Samherja að ýfa upp þetta mál en miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir í höndum Samherja sem eru þá upptökur af fréttamanninum sem var lykillinn í Kastljósi að þá  töldum við að þessi þáttur ætti erindi til almennings til þess að sýna fram á vinnubrögð sem geta ekki talist eðlileg og það væri í raun nauðsynlegt að almenningur áttaði sig á því hvernig vinnubrögðin fóru fram.“

Myndbandið rekur svo viðbrögðin við fyrra myndbandinu. Sérstaklega yfirlýsingu RÚV vegna þessa og þeim fullyrðingum að ásakanir Samherja væru rangar.Er talið að í þeirri yfirlýsingu sé því í raun haldið fram að Verðlagsstofa hafi logið, þar sem Verðlagsstofa gat ekki fundið neinar upplýsingar um skýrslu, þar sem ekki hafi verið um skýrslu að ræða heldur óyfirfarið excel-skjal sem fól enga niðurstöðu í sér. Því hafi það ekki átt að verða grunnur að umfjöllun líkt og gert var.

Einnig er vikið að því að Sunna Valgerðardóttir, fréttamaður RÚV hafi tjáð sig um málið á Facebook, en síðar sama dag flutt frétt af málinu. Það segir Samherji andstætt við siðareglur RÚV.

Hvað er skýrsla ? 

Einnig er rætt við Helga Áss Grétarsson, lögfræðing og skákmeistara. Þar fer hann yfir skilgreininguna á því hvað skýrsla er og hvernig gagnið sem kom frá Verðlagsstofu gæti ekki talist skýrsla.

„Um excel skjal var að ræða þar sem bara var verið að taka saman upplýsingar“

Að mati Helga gaf framsetning RÚV villandi hugmynd um innihald þessa skjals.

Björgólfur Jóhannsson segir að það rýri trúverðugleika stofnunar sem byggir á trausti almennings að það sé vafa undiropið hvaða gögn Kastljós er að fjalla um. Og það sé gefið í skyn að gögnin feli í sér niðurstöðu um eitthvað málefni.

Búa til fréttir

Garðar Gíslason, lögmaður Samherja, átti erfitt með að svara til um hvað honum þætti um vinnubrögð RÚV.

„Þetta er auðvitað algjörlega fráleitt. Fréttamenn hafa gríðarlega mikið vald og ef þeir fara ekki betur með vald sitt en svo að þeir eru að búa til fréttir, eins og ég sé það,  og hrinda af stað svona alvarlegri atburðarás þá er það mjög alvarlegur hlutur.“

Meginstefið í myndbandinu er að yfirlýsing verðlagsstofu um að óundirritað excel-skjal hafi verið að ræða staðfesti ásakanir Samherja á hendur RÚV og Helga Seljan. Skýrslan sé ekki til og svo finnist umrætt Excel skjal ekki einu sinni hjá RÚV í dag.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Morðið við Fjarðarkaup – Styttist í réttarhöld – Bótakröfur um 20 milljónir króna

Morðið við Fjarðarkaup – Styttist í réttarhöld – Bótakröfur um 20 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Páll skipstjóri gerir upp símamálið – „Ég er búin að ráða mér lögfræðing og hún segir að Samherji sé bara ógeðslegt fyrirtæki“

Páll skipstjóri gerir upp símamálið – „Ég er búin að ráða mér lögfræðing og hún segir að Samherji sé bara ógeðslegt fyrirtæki“