fbpx
Miðvikudagur 21.október 2020
Fréttir

Sigur og ósigur Gylfa – Landsréttur snýr við frávísun í kynferðisbrotamáli sálfræðings

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 14:55

Samsett mynd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verjanda Gylfa Jóns Gylfasonar, fyrrverandi fræðslustjóra Reykjanesbæjar og skólasálfræðings til margra ára, tókst að fá máli gegn honum vísað frá héraðsdómi í síðasta mánuði. Um er að ræða ákæru um alvarleg kynferðisbrot gegn unglingi sem var í sálfræðitímum hjá Gylfa á árunum 2002 til 2003. Fyrir skömmu ógilti Landsréttur þann úrskurð og sendi málið aftur í hérað.

Verður því réttað yfir Gylfa við Héraðsdóm Reykjaness. Fyrirtaka í málinu var sett á næsta föstudag samkvæmt dagskrá dómstólanna en henni hefur verið frestað um stuttan tíma. Í fyrirtökunni verður ákveðið hvenær aðalmeðferð, hin eiginlegu réttarhöld, hefjast.

Meintur þolandi kærði Gylfa árið 2014 og hóf lögregla rannsókn. Rannsókninni var síðan hætt vorið 2015. Seint á árinu 2018 var ákveðið ákveðið að taka rannsóknina upp að nýju á grundvelli þess að ný sönnunargögn væru komin fram og líklegt væri að frekari sönnunargögn kæmu fram. Verjandi Gylfa  krafðist frávísunar, héraðsdómur féllst á kröfuna en Landsréttur sneri málinu við og úrskurðaði að réttarhöldin skuli fara fram.

Var neyddur í sálfræðiviðtölin

Meint brot áttu sér stað í Holtaskóla í Reykjanesbæ þar sem meintur þolandi var nemandi. Hann átti við erfiðleika að stríða, var lagður í einelti, sýndi af sér hegðunarörðugleika og var einhverfur.

Var drengurinn skyldaður í viðtöl hjá Gylfa sem þá starfaði sem skólasálfræðingur en varð síðar fræðslustjóri Reykjanesbæjar.

Samkvæmt skýrslugjöf hins meinta þolanda hjá lögreglu árið 2014 var meint ofbeldi sálfræðingsins stigmagnandi, þróaðist frá óviðurkvæmilegu kynferðislegu tali upp í snertingu kynfæra og sjálfsfróun, og loks nauðgun.

Eitt af því sem kemur fram í yfirheyrslum yfir unga manninum er að hann segir að Gylfi hafi reglulega gefið sér kók og prins póló eftir að hafa beitt hann ofbeldi.

Nýr framburður vitna og sakfelling í öðru máli

Í bréfi sem réttargæslumaður unga mannsins ritaði til Ríkissaksóknara haustið 2018 eru reifaðar röksemdir fyrir því að rannsókn málsins yrði tekin upp aftur. Leiddi þetta bréf til þess að rannsókn var hafin að nýju og hún leiddi til ákæru yfir Gylfa í byrjun mars á þessu ári.

Meðal nýrra gagna eru vitnisburður tveggja starfsmanna við Holtaskóla frá þessum tíma, sérkennara og skólastjóra. Kemur fram að viðkomandi höfðu ekki verið spurðar út í mikilvæg atriði við skýrslutökur í rannsókninni. Greindi réttargæslumaðurinn frá því í bréfinu að hann teldi nauðsynlegt að rætt yrði aftur við þessi vitni.

Í nýjum vitnisburði kemur meðal annars fram að drengurinn greindi frá óviðurkvæmilegri hegðun Gylfa í sinn garð við vitni skömmu eftir hin meintu brot. Einnig er vitnisburður um sjáanlega vanlíðan drengsins eftir viðtölin talinn mikilvægur.

Aðrar röksemdir fyrir því að málið yrði rannsakað að nýju voru greinargerðir sálfræðinga og annarra sérfræðinga um þolandann en hann greindi sálfræðingum og öðrum fagaðilum frá hinu meinta ofbeldi Gylfa.

Í þriðja lagi var bent á að við fyrri rannsóknina hefði skort á að dregið væri fram í dagsljósið hegðunarmynstur skólasálfræðingsins. Þegar bréfið var ritað hafði Gylfi verið kærður fyrir annað kynferðisbrot gegn barni, en það mál tengist ekki störfum hans. Var Gylfi sakfelldur í héraðsdómi í því máli árið 2019 en brotið var framið í lok árs 2017. Gylfi áfrýjaði þeim dómi til Landsréttar en DV hefur ekki upplýsingar um framgang málsins eftir það.

Varðandi hegðunarmynstur Gylfa er enn fremur dregið fram í bréfinu að hann hafi áður verið sakaður um ósæmilega kynferðislega hegðun í starfi og hafi hann séð sig knúinn til að senda tölvupóst á alla starfsmenn Reykjanesbæjar árið 2010 vegna sögusagna um að konum væri ekki óhætt í viðtölum hjá honum. „Allt er þetta til þess fallið að varpa rýrð á þá mynd sem dregin var upp af manngerð Gylfa Jóns í skýrslum vitna,“ segir í bréfinu.

Einnig er talið skipta máli að skráning á viðtalstímum drengsins hjá Gylfa var ekki rétt og sýndu gögn fram á að hann var í mun fleiri viðtölum hjá honum en haldið hafði verið fram.

Sem fyrr segir verður fyrirtaka í máli Gylfa í héraðsdómi Reykjaness á næstunni. Búast má við að aðalmeðferð verði í málinu með haustinu.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stór jarðskjálfti – Uppfært : Annar skjálfti upp á 4,6 á Richter

Stór jarðskjálfti – Uppfært : Annar skjálfti upp á 4,6 á Richter
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þórólfur og Víðir látnir svara fyrir notkun persónupplýsinga – Þingmaður hefur áhyggjur af óskýrum lögum

Þórólfur og Víðir látnir svara fyrir notkun persónupplýsinga – Þingmaður hefur áhyggjur af óskýrum lögum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Svipaður fjöldi hjónaskilnaða á þessu ári og því síðasta

Svipaður fjöldi hjónaskilnaða á þessu ári og því síðasta
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Krefja PwC um skýringar á óútskýrðum millifærslum upp á 800 milljónir

Krefja PwC um skýringar á óútskýrðum millifærslum upp á 800 milljónir
Fréttir
Í gær

Margir minnast Guðrúnar – „Hún var andleg fyrirmynd, glaðsinna og einlæg hugsjónakona.“

Margir minnast Guðrúnar – „Hún var andleg fyrirmynd, glaðsinna og einlæg hugsjónakona.“
Fréttir
Í gær

Evrópskir dómstólar dæma „Covid-lokanir“ veitingahúsa ólögmætar – Íslenskir veitingamenn skoða nú rétt sinn

Evrópskir dómstólar dæma „Covid-lokanir“ veitingahúsa ólögmætar – Íslenskir veitingamenn skoða nú rétt sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hertar sóttvarnareglur taka gildi á þriðjudaginn

Hertar sóttvarnareglur taka gildi á þriðjudaginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla leitar vopnaðs ræningja

Lögregla leitar vopnaðs ræningja
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Færri smit