fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Fréttir

Fljótlega verði hægt að slaka á aðgerðum aftur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 14:16

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef ekki greinast smit næstu daga verður hægt að fara að slaka á þeim hertu aðgerðum sem gripið var til vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis til ráðherra í morgun. Þar er farið yfir kosti og galla ýmissa aðgerða. Kom þetta fram á upplýsingafundi dagsins.

Þórólfur sóttvarnalæknir mælir áfram með skimun í bland við sóttkví varðandi farþega sem koma inn í landið. Segir hann að skimunin hafi gengið vel en dæmin sanni að það nægi að aðeins einn sýktur einstaklingur komi inn í landið til að koma af stað hópsýkingu.

Ekkert innanlandssmit greindist í gær en beðið er niðurstöðu skimunar Íslenskrar erfðagreiningar í Vestmannaeyjum. Þrír greindust með virkt smit á landamærum og tveir eru í bið. Óvenjulega margir farþegar komu til landsins í gær, eða um 4.700, en rúmlega 3.000 voru skimaðir.

Í minnisblaðinu áðurnefnda leggur Þórólfur ekki til hertar aðgerðir en að slakað verði á aðgerðum ef ekki greinast smit næstu daga. Lítur út fyrir að tekist hafi að koma böndum á hópsýkinguna sem glímt hefur verið við undanfarið. Núverandi aðgerðir renna út á föstudaginn og fyrir þann tíma þarf að taka ákvörðun um áframhaldandi aðgerðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“
Fréttir
Í gær

Vopnað rán í Hlíðunum og skartgripaþjófnaður í miðbænum

Vopnað rán í Hlíðunum og skartgripaþjófnaður í miðbænum
Fréttir
Í gær

Ganga um merktir í miðbænum í einskonar „foreldrarölti“ – Skildir Íslands segja vegið að íslenskum gildum

Ganga um merktir í miðbænum í einskonar „foreldrarölti“ – Skildir Íslands segja vegið að íslenskum gildum
Fréttir
Í gær

Tilraunir Trump til að losna við Musk brotlenda – Bandaríkin gjörsamlega háð auðkýfingnum

Tilraunir Trump til að losna við Musk brotlenda – Bandaríkin gjörsamlega háð auðkýfingnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíðni ristilkrabbameins hjá ungu fólki eykst hratt – Þróunin vekur ugg hjá vísindamönnum

Tíðni ristilkrabbameins hjá ungu fólki eykst hratt – Þróunin vekur ugg hjá vísindamönnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hve nánir voru Trump og Epstein?

Hve nánir voru Trump og Epstein?