fbpx
Fimmtudagur 22.október 2020
Fréttir

Lögreglan grípur til hertari aðgerða – „Þetta er auðvitað leið sem við vonuðumst að við þyrftum ekki að fara“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 9. ágúst 2020 14:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var gestur á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar talaði hann um að lögregla hefði heimsótt fjölda veitinga- og skemmtistaða í gærkvöldi, sem að hefðu ekki virt tveggja metra regluna. Hann sagði að sum staðar væri um stórfelld brot að ræða.

„Eins og hefur komið fram í fréttum þá keyrðu lögreglumenn um þverbak þar sem ástand stærri hluta þeirra veitingahúsa sem eru í miðbæ Reykjavíkur voru heimsótt. Staðan var frá því verða ámælisverð yfir í það að vera stórfellt brot á þeim reglum sem nú eru í gildi og varðar það tveggja metra regluna.“

Ásgeir sagði að nú þyrfti að taka harðar á þessum málum og frá og með deginum í dag gæti lögregla lokað stöðum samdægurs sem ekki virða þessar reglur.

„Þess vegna erum við nauðbeygð. Frá og með deginum í dag munum við breyta þessu verklagi hjá okkur, úr því að höfða til skynsemi og veita leiðbeiningar og aðstoð, yfir í að herða aðgerðir. Þá á ég við að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun frá og með deginum í dag beita þá staði sem ekki virða reglur um samkomubann sektarheimildum ef brotið er metið alvarlegt. Verða staðirnir rýmdir og þeim lokað tímabundið. Ef við förum sem dæmi á veitingahús á eftir sem er ekki að virða þessar reglur, þá getum við lokað staðnum í dag. Staðurinn gæti reynt aftur á morgun og þá væri hægt að athuga hvort að hann treysti sér til að fara eftir settum reglum.“

Hann sagði að þetta væri ekki leiðin sem að þau vildu fara, en að traustið sem að veitingamönnum og gestum hefði verið gefið væri ekki til staðar lengur. Þá hvatti hann fólk til að yfirgefa staði þar sem að tveggja metra reglan væri augljóslega brotin.

„Þetta er auðvitað leið sem við vonuðumst að við þyrftum ekki að fara. Við treystum á skynsemi veitingamanna og fólksins sem sækja staðina að það myndi hjálpa okkur í þessu, en því miður er ekki svo. Ef að einstaklingur kemur inn á veitingastað og sér að ekki er verið að virða tveggja metra regluna, þá er honum frjálst, auk þess sem það væri skynsamlegast að yfirgefa og finna sér annan stað þar sem eru færri,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grunaður þjófur braut sóttvarnarlög – Nokkrir þjófar handteknir

Grunaður þjófur braut sóttvarnarlög – Nokkrir þjófar handteknir
Fréttir
Í gær

Margrét segir frá skattsvikurum sem borga fyrir vörur og þjónustu með milljónum króna í reiðufé

Margrét segir frá skattsvikurum sem borga fyrir vörur og þjónustu með milljónum króna í reiðufé
Fréttir
Í gær

Guðmundur lýsir með sláandi hætti muninum á því hvernig Þjóðverjar og Íslendingar tala um Ísland

Guðmundur lýsir með sláandi hætti muninum á því hvernig Þjóðverjar og Íslendingar tala um Ísland
Fréttir
Í gær

Icelandair boðar beint flug til Tenerife

Icelandair boðar beint flug til Tenerife
Fréttir
Í gær

Stór jarðskjálfti – Uppfært : Annar skjálfti upp á 4,6 á Richter

Stór jarðskjálfti – Uppfært : Annar skjálfti upp á 4,6 á Richter
Fréttir
Í gær

Þórólfur og Víðir látnir svara fyrir notkun persónupplýsinga – Þingmaður hefur áhyggjur af óskýrum lögum

Þórólfur og Víðir látnir svara fyrir notkun persónupplýsinga – Þingmaður hefur áhyggjur af óskýrum lögum
Fréttir
Í gær

Svipaður fjöldi hjónaskilnaða á þessu ári og því síðasta

Svipaður fjöldi hjónaskilnaða á þessu ári og því síðasta
Fréttir
Í gær

Krefja PwC um skýringar á óútskýrðum millifærslum upp á 800 milljónir

Krefja PwC um skýringar á óútskýrðum millifærslum upp á 800 milljónir