fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Þjóðhátíð „ekki eini gullkálfur“ Vestmannaeyinga

Auður Ösp
Mánudaginn 3. ágúst 2020 18:12

Frá setningu Þjóðhátíðar 2019. Mynd: Fréttablaðið/Óskar Friðriksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgum var brugðið þegar tilkynnt var að engin Þjóðhátíð yrði haldin í Vestmannaeyjum þetta árið, enda er hátíðin er ein helsta tekjulind íþróttastarfs í bænum. Á meðan tapaðar Þjóðhátíðartekjur eru gríðarlegt bakslag fyrir ÍBV þá vegur upp á móti að aðrir viðburðir innan Vestmannaeyja fóru fram með eðlilegu móti í sumar.  Kortavelta annarra viðburða jafnast að vísu ekki á við Þjóðhátíð en skila samt sem áður 5,5% af heildarkortaveltu Vestmannaeyja.

12 milljóna markaðsátak

Fram kemur í nýlegri greiningu Íslandsbanka að heildarkortavelta í Vestmannaeyjum yfir þjóðhátíðarvikuna nam að meðaltali um 79 milljónum árin 2014 – 2018 sem er ríflega þrefalt meira en í öðrum mánuðum. Vert er að nefna að í þessum tölum hefur miðasala hátíðarinnar að öllu leyti verið tekin úr færslunum en áætlaðar tekjur af henni eru í grennd við 300 milljónir. Stærstan skerf kortaveltunnar hirða veitingastaðir, tjaldsvæði og dagvöruverslanir (matvörubúðir og áfengisverslanir) en hlutdeild þeirra nemur um 68 prósent.

Í samtali við RÚV í apríl síðastliðnum  sagði formaður Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja  að mikið væri undir þjóðhátíð og stórum fótboltamótum sem haldin eru í Eynni á sumrin. Þá kom fram að Vestmannaeyjabær ætlaði að fara í markaðsátak fyrir tólf milljónir til að laða Íslendinga þangað.

Þá sagði Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum: „Sumarið hefur verið okkar toppur og gert mikið fyrir þessi fyrirtæki til að þau geti starfað á ársgrundvelli. Ég vona bara það besta. Við höldum í vonina að við getum gert þessa hluti með einhverjum hætti. Þó að það verði öðruvísi en venjulega,“ segir Íris.

7000 manns á Goslokahátíð

Auk Þjóðhátíðar eru þrír stórir viðburðir í Eyjum á sumrin: tvö fjölmenn fótboltamót og Goslokahátíð. Aftur á móti sækja ekki jafn margir þessa viðburði en 1.120 keppendur komu saman á Orkumótinu (Pollamótið), auk fararstjóra, þjálfara, foreldra og annarra sem fylgja liðinu, 760 keppendur voru á TM mótinu (Pæjumótið) eitt árið og áætlað um 7.000 manns koma saman á Goslokahátíðinni.

Tekjur þessara viðburða eru talsverðar og yfir meðaltali annarra vikna (utan þjóðhátíðarvikunnar). Meðalkortavelta tengd Orkumótinu á árunum 2014-2018 nam um 19 milljónum, kortavelta vegna Pæjumótsins nam um 18 milljónum og kortavelta tengd Goslokahátíðinni nam tæplega 33 milljónum. Gosalokahátíðin og Þjóðhátíð eru haldnar fyrstu helgina í sitthvorum mánuði, sem fyrir vikið rífur upp meðaltal annarra mánaða gagnvart Gosalokahátíðinni.

Það er engu að síður ljóst að tekjutapið er gríðarlegt fyrir íþróttastarfið í Eyjum. Fram kemur í greiningu Íslandsbanka að ekki eru ekki tekin til greina í tölunum hér að ofan tekjur af miðasölu (áætlað rétt norðan við 300 milljónir) og öll viðskipti með reiðufé.

Eins og Daníel Geir Moritz formaður knattspyrnuráðs ÍBV hefur sagt mun tekjutapið bitna mest á yngri flokkum ÍBV en tekjur Þjóðhátíðar hafa síðastliðin ár að mestu leyti verið notaðar til niðurgreiðslu á æfingagjöldum. Þjóðhátíð er langstærsti viðburður Vestmannaeyja og ljóst þykir að ekkert mun bæta upp tekjutap ÍBV þetta árið. Má því segja að fullyrðing Harðar Orra sé nærri lagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“