fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Malbikað á slysskaflanum á Kjalarnesi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 5. júlí 2020 19:10

Mynd: Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt um malbikunarframkvæmdir á Kjalarnesi næstu tvo daga:

„Á morgun og þriðjudaginn 7. júlí er stefnt á að malbika Vesturlandsveg á Kjalarnesi rétt norðan Brautarholtsvegar (Grundarhverfis) og 1700 m til norðurs báðar akbrautir.
Þrengt verður um eina akrein og viðeigandi merkingar settar upp.

Athugið að umferð verður handstýrt á eina akrein og má búast við umferðatöfum.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 08:30 til kl. 23:00, báða dagana.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.“

Banaslys varð á hluta þessarar leiðar sunnudaginn 28. júní er tvö mótorhjól skullu á húsbíl með þeim afleiðingum að miðaldra hjón létu lífið. Slysið er rakið til mikillar hálku sem varð þar á ný malbikuðum vegarkafla. Ástæður hálkunnar eru taldar vera of hátt magn biks í efnisblöndunni en það liggur ekki fyrir.

Samkvæmt heimildum DV var malbikið fræst upp og nú á að leggja nýtt efni á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“