fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Fjórtán lögreglumenn í sóttkví – Tveir grunaðir þjófar smitaðir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 13. júní 2020 17:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær, að beiðni Lögreglunnar á Suðurlandi þrjá einstaklinga sem grunaðir voru um þjófnað úr verslunum á Selfossi. Við rannsókn málsins kom í ljós að þeir komu til landsins fyrir fjórum dögum og áttu því að vera í sóttkví. Vegna þessa var ákveðið að taka sýni úr nefkoki til að kanna með hugsanleg COVID-19 smit.

Niðurstöður bárust lögreglu um hádegi í dag og reyndust þá tveir einstaklingana vera jákvæðir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu lögreglu.

Vegna almannahagsmuna og byggt á heimildum í sóttvarnalögum hefur lögreglustjórinn á Suðurlandi að beiðni sótttvarnalæknis vistað aðilana á meðan frekari rannsóknir meðal annars mótefnamæling fara fram. Þremenningarnir komu til landsins með þremur öðrum einstaklingum og er þeirra nú leitað.

Ákvörðun um næstu skref verða tekin þegar þær niðurstöður liggja fyrir.

Vegna málsins eru fjórtán lögreglumenn hjá lögreglunni á Suðurlandi og Höfuðborgarsvæðisins í sóttkví.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas
Fréttir
Í gær

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Í gær

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi