fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Atli Rafn krefst þess að fá að vita hverjar kvörtuðu undan honum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 10:15

Atli Rafn. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í máli leikarans Atla Rafns Sigurðssonar gegn Persónuvernd hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Krefst Atli þess að úrskurði Persónuverndar þess efnis að samstarfskonur Atla Rafns sem kvörtuðu undan honum njóti nafnleyndar verði hnekkt.

Farið er yfir málið á vef Fréttablaðsins. Forsagan er sú að Atla Rafni var sagt fyrirvaralaust upp störfum hjá Borgarleikhúsinu í desember árið 2017 á grundvelli ásakana um kynferðislega áreitni. Atli Rafn fór í mál við leikhúsið og Kristínu Eysteinsdóttur þáverandi leikhússtjóra og í október árið 2019 var leikhúsið dæmt til að greiða honum 5,5 milljónir króna í bætur.

Atli Rafn fékk aldrei að vita innihald ásakananna né nöfn ásakenda. Atli Rafn leitaði til Persónuverndar og óskaði eftir atbeina stofnunarinnar um að hann fengi aðgang að þessum upplýsingum. Persónuvernd úrskurðaði Borgarleikhúsinu í vil á þeim forsendum að hagsmunir þeirra sem kvörtuðu undan honum um að njóta nafnleyndar ættu að vega þyngra en hagsmunir  hans að fá upplýsingar um mál sem hann snertir.

Í stefnu Atla gegn Persónuvernd segir meðal annars að ef þessi niðurstaða Persónuverndar verði staðfast sé komin leið til að vega að mönnum úr launsátri, svipta þá atvinnu og æru, allt í skjóli nafnleyndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga