fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Styrmir segir að Egill sé hugrakkur – Vill róttækar aðgerðir

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 17. maí 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Morgunblaði gærdagsins birtist pistill skrifaður af fyrrverandi ritstjóra blaðsins, Styrmi Gunnarssyni. Í pistlinum ræðir hann um andleg veikindi og minnist á færslu Egils Helgasonar, sem vakti athygli fyrr í seinustu viku, en þar ræðir Egill um kvíða.

Sjá Einnig:Egill Helgason segir síðasta ár hafa verið erfitt: Kvíðinn er helvítis melur

Styrmir segir að Egill hafi sýnt mikið hugrekki, en veltir fyrir sér hvort að andlegir erfiðleikar muni færast í aukanna á næstu dögum.

„Það þarf mik­inn kjark hjá þekkt­um sjón­varps­manni, sem hef­ur árum sam­an verið reglu­leg­ur gest­ur á skján­um heima hjá fólki, að op­in­bera líðan sína með þess­um hætti og skýra þar með fjar­veru sína af skján­um um skeið – en um leið bein­ir hann at­hygl­inni að því sem reynsl­an hef­ur kennt okk­ur að eru, auk ann­ars, eins kon­ar auka­verk­an­ir þjóðfé­lags­legra svipt­inga af marg­vís­leg­um toga, þótt þær eigi sér í hans til­viki lengri sögu að því er fram kem­ur í sam­tali Eg­ils við DV.

Við höf­um reynslu af því frá hrun­inu að and­leg­ar þján­ing­ar virt­ust aukast hjá mörg­um, ekki sízt þeim sem voru veik­ir fyr­ir. Þeir sem starfa á þeim vett­vangi hafa gert sér grein fyr­ir að það mætti bú­ast við end­ur­tekn­ingu á því vegna þeirra at­b­urða sem við upp­lif­um nú. Og nú hafa Sam­einuðu þjóðirn­ar varað við því sama.

Á nokkr­um síðustu vik­um hafa gerzt al­var­leg­ir at­b­urðir í lífi fólks, sem ekki hef­ur verið sagt frá op­in­ber­lega (það á ekki að segja frá öllu op­in­ber­lega) en staðfesta þær áhyggj­ur.“

Segir sumt hafa farið of hæglega af stað

Styrmir telur að aðgerðum stjórnvalda er varða geðheil­brigðismál þurfi að fylgja betur eftir. Honum grunar að góð leið væru ákveðnar skipulagsbreytingar.

„Það skort­ir ekk­ert á opn­ar umræður um geðheil­brigðismál nú á tím­um en staðan nú ætti að verða okk­ur hvatn­ing til þess að gera þær um­bæt­ur á heil­brigðis­kerf­inu, sem tryggi sterk­ari miðstýr­ingu á aðgerðum til þess að fylgja ákvörðunum stjórn­valda eft­ir.

Fyr­ir nokkr­um árum var samþykkt á Alþingi þings­álykt­un­ar­til­laga um geðheil­brigðismál, þar sem þingið markaði skýra stefnu og setti upp eins kon­ar verk­efna­lista á því sviði. Sumt af því hef­ur gengið vel, annað hef­ur farið hæg­ar af stað en æski­legt er, eins og geng­ur. En kannski er það vegna þess að þeirri stefnu­mörk­un hefðu þurft að fylgja ein­hverj­ar skipu­lags­breyt­ing­ar hjá fram­kvæmda­vald­inu.“

Hann bendir á að mikið af fólki á landinu hafi gríðarlegan áhuga á geðheilbrigðismálum. Hann segir að mörg samtök hafi sprottið upp undanfarið sem að vinni flott starf í þágu málaflokksins.

„Þetta er mála­flokk­ur af þeirri gerð að þeir sem stjórna fram­kvæmd­inni þurfa að hafa brenn­andi áhuga á um­bót­um á þessu sviði, annaðhvort vegna eig­in kynna af þess­um vanda­mál­um eða vegna ná­inna ætt­ingja eða vina. Það er nóg til af fólki á Íslandi, sem hef­ur slík­an brenn­andi áhuga á geðheil­brigðismál­um, eins og sjá má af þeim fjöl­mörgu sam­tök­um sem sprottið hafa upp á því sviði og vinna merki­legt starf.

Og vegna þess að við vit­um að bú­ast má við vax­andi vanda­mál­um af þessu tagi á næstu mánuðum er tíma­bært að stjórn­völd grípi til rót­tækra skipu­lags­breyt­inga sem tryggi þá sterku miðstýr­ingu sem að fram­an var nefnd, nú á næstu vik­um og mánuðum, þannig að þær verði komn­ar til fram­kvæmda með haust­inu.“

„Búið að hrekja hana á brott bæði vegna alkó­hól­isma og geðveiki“

Styrmir talar um að andleg veikindi séu alls ekki eina vandamálið sem blasi við Íslendingum þessa daganna, en hann nefnir líka heimilisofbeldi og alkóhólisma.

„Þess­um vanda­mál­um tengj­ast önn­ur sem upp koma í dag­legu lífi fólks, og þar er heim­il­isof­beldi senni­lega efst á blaði. Það eru vís­bend­ing­ar um það nú þegar að það sé að aukast.

Eg­ill Helga­son tal­ar um „skömm­ina“ sem þess­um þján­ing­um fylg­ir. Það er sú „skömm“ sem gerði það að verk­um fyrr á tíð að í fjöl­skyld­um var þagað um alkó­hól­isma. Það var sama „skömm“ sem gerði það að verk­um að ekki mátti tala um geðveiki í fjöl­skyld­um. Það er búið að hrekja hana á brott bæði vegna alkó­hól­isma og geðveiki en hún er enn til staðar vegna heim­il­isof­beld­is og barn­aníðs.

Nú er lag til að gera átak í þess­um efn­um, sem nær til margra þátta þess­ara mála, vegna þess að það er orðinn svo víðtæk­ur skiln­ing­ur í sam­fé­lag­inu á því hversu mik­il­vægt það er. Þess vegna er tíma­bært að þau Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra, og Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra setj­ist niður og ræði sín í milli hvaða skipu­lags­breyt­ing­ar þurfi að gera til þess að tryggja mark­viss­ari og skjót­ari fram­kvæmd geðheil­brigðisáætl­un­ar Alþing­is, og hvaða mál það eru sem hafa komið upp eft­ir að sú álykt­un var gerð og bregðast þarf við.“

Styrmir telur afar mikilvægt að fólk sem hefur upplifað erfiðleikanna fái að taka þátt í að móta stefnur og vinna gegn þeim. Hann segir að Egill hafi sýnt frumkvæði hvað það varðar.

„Við erum sem sam­fé­lag kom­in nægi­lega langt á þroska­ferli okk­ar í þess­um mál­um til þess að skilja mik­il­vægi þess að þeir sem hafa kynnzt þess­um vanda­mál­um á eig­in skinni komi við sögu þegar kem­ur að því að móta og fram­kvæma viðbrögð sam­fé­lags­ins. Með frum­kvæði sínu hef­ur Eg­ill Helga­son varpað skýru ljósi á þenn­an þátt máls­ins. Þeir sem þekkja vand­ann sjálf­ir eru bezt fær­ir um að tak­ast á við hann.“

„Þeir dag­ar eru liðnir“

Hann segir að nú sé öldin önnur. Áður fyrr hafi andleg veikindi líkt og kvíð verið kallaður aumingjaskapur.  Styrmir segir að heimsfaraldurinn geti mögulega orðið til þess að samfélagið batni, það megi allavega sjá mikla samkennd í viðbrögðum fólks við færslu Egils.

„Þeir dag­ar eru liðnir að þung­lyndi, hvort sem það er vægt eða djúpt, flokk­ist und­ir „aum­ingja­skap“, en það er orðið sem notað var í gamla daga um þann sjúk­dóm.

Kór­ónu­veir­an er erfið viður­eign­ar en hún get­ur leitt til betra sam­fé­lags í framtíðinni vegna þess að hún varp­ar kast­ljósi sam­tím­ans á veika punkta í sam­fé­lags­gerðinni, sem hafa ekki notið nægi­legr­ar at­hygli.

Og með því að taka til hendi á því sviði get­um við tryggt að þrátt fyr­ir allt leiði hún til ein­hvers góðs.

Það er ekki ólík­legt að sá kvíði sem Eg­ill Helga­son lýs­ir sem „hel­vít­is mel“ nái í vægri mynd til stórs hluta þjóðar­inn­ar, þegar horft er fram á veg.

Enda má finna í viðbrögðum fólks við færslu hans bæði skiln­ing og sam­kennd“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska