Á þessum sérlegu Coved-tímum hefur verðvitund margra brenglast sökum hækkana og lækkanna á vöruverði. Á meðan hótelgistingar snarlækka, hækka innfluttar vörur. DV lék forvitni á að vita hversu flókið væri að kaupa vöru erlendis frá upp á eigin spýtur og fá hana heimsenda.
Með hækkandi sól hafa uppblásnir heitapottar og sundlaugar notið mikilla vinsælda ekki síst vegna þess að alla laugar landsins hafa verið lokaðar. Um páskana seldust allir uppblásnir pottar upp í Hagkaup og hart hefur verið barist um slíka potta og laugar þegar þær hafa fengist í Costco.
Þann 4 maí. var pöntuð sundlaug á Ebay. Laugin er reyndar ekki upplásin sökum þess að reynslan hefur sýnt að þær geta verið mjög erfiðara og loftið lekur gjarnan úr þeim með tímanum sérstaklega ef mörg börn eru að hnoðast í þeim. Húsmóðirin sem hér ritar ákvað því að kaupa laug meðð hörðum köntum sem sperrast upp um leið og vatn kemur í laugina. Full af vantrú og kaupiðrun smellti ég þó á kaupa flipann, náði í rauðvínsglasið og vonaði það besta.
Níu dögum seinna: Laugin mætt, tollurinn innifalinn og keyrt upp að dyrum. Einstaklega auðvelt ferli sem styður það sem kaupmenn hafa ítrekað. Það er lítill skortur á innflutningi. Í raun er það bara hugmyndaflugið sem takmarkar. Fyrir áhugasama kostaði laugin heimkomin 104,5 dollara eða 15.300 krónur.
Order total
Subtotal | USD 53.95 |
Shipping USD 24.42 | |
Import charges | USD 26.13 |
Total | USD 104.50 |