fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fréttir

Kristjón leitar að tík sonar síns – „Mér fannst þetta ekki trúverðugt“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 16. maí 2020 20:20

Tíkin Flóra og Kristjón.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sonur minn, sem er einhverfur, hafði tekist á við ýmis áföll í lífinu og var Flóra alltaf til staðar og þau byggt hvort annað upp. Samband þeirra er virkilega fallegt.“

Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri hjá Fréttablaðinu og Hringbraut, birti í kvöld færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann greinir frá því að hundur sonar síns sé týndur.

„SJALDAN HEF ÉG ORÐIÐ VITNI AÐ ANNARRI EINS ILLSKU.

Ég óska eftir aðstoð vina minna, fjölskyldu og allra sem geta hjálpað mér og syni mínum. Ég biðla til ykkar og yrði þakklátur ef þið getið deilt þessari frásögn sem víðast.“

Í færslunni segir Kristjón frá því að sonur hans, Gabríel, hafi eignast sinn besta vin – hundinn Flóru – eftir að hafa passað börn fyrir konu út á Austurlandi. Vegna húsnæðisaðstæðna gat hundurinn ekki dvalið hjá syni Kristjóns þangað til fyrir stuttu. Þá hafi hann beðið um að fá Flóru aftur frá konunni, en fengið skilaboðin:

„Flóra varð fyrir bíl í morgun, hundagirðingin fauk aðeins til í rokinu í morgun og þau sluppu öll út, það var keyrt á Flóru, ég brunaði með hanna til dýralæknis en hún dó hjá dýralæknum. Ömurlegt, ég er alveg í rusli yfir þessu.“

Feðgunum fannst þetta grunsamlegt, en Kristjón segir að lítil umferð fari um heimili konunnar sem er úti í sveit, en hún býr nú á Norðurlandi.

„Gabríel var niðurbrotinn. Mér fannst þetta ekki trúverðugt í ljósi fyrri samskipta. Ég hringdi í alla dýralækna á Akureyri og á Húsavík og víðar. Enginn kannaðist við að hafa fengið smáhund inn á borð til sín eða sögu í þessa veru.

Ég hafði samband við lögreglu, engin tilkynning heldur á þeirra borði.“

Þá segir Kristjón að þeir hafi ekki getað fengið neitt vottorð frá dýralækni og að konan sé treg til að svara spurningum varðandi málið.

„Ég og Gabríel ókum til Akureyrar og þaðan að sveitabæ hennar þar sem konan neitaði alfarið að svara til hvaða dýralæknis hún hafði leitað. Hún var lengi til dyra og hefði alveg haft tíma til að fela Flóru ef hún var þar.

Við sögðumst vera að ná í búr og leikföng Flóru. Við fengum þau.

Ég spurði hana ítrekað til hvaða dýralæknis hún hefði farið með Flóru.

Ég bað hana um að segja okkur það svo Gabríel gæti þá hætt að velta fyrir sér hvort hún væri lífs eða liðin og gæti byrjað að syrgja Flóru.“

Kristjón óskar eftir aðstoð á Facebook, en hann vonast til að geta fengið einhverjar upplýsingar um Flóru.

„Syni mínum líður ömurlega og er í sárum og sveiflast á milli þess að syrgja hundinn eða vona að Flóra sé á lífi.

Við höfum nákvæmlega engar sannanir fyrir því að Flóra hafi orðið fyrir bíl, nema orð konu sem vildi eignast hana og neitar að leggja fram eina einustu sönnun sem staðfestir frásögn hennar,“

Kristjón segir að á örmerki sé Flóra en skráð lifandi, en týnd og Gabríel er skráður eigandi hennar.

DV hafði samband við konuna sem vildi ekki tjá sig um málið.

Færsla Kristjóns hefur vakið mikla athygli. Fjöldi manns hefur deilt frásögninni og ummælakerfið er logandi:

„Ömurlegt biðijð þessa konu um að vísa ykkur á líkamsleifarnar af Flóru ella kæra hana fyrir þjófnað ef hún getur það ekki.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box
Fréttir
Í gær

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar