fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Erlendur stórmiðill segir Ísland fullkomin stað fyrir ferðamenn sem ætla að flýja COVID

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 16. maí 2020 08:06

Bláa lónið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á erlenda fréttamiðlinum Bloomberg, sem er í eigu auðjöfursins umdeilda, Michael Bloomberg, er fjallað um Ísland sem frábært skjól frá hættum heimsfaraldursins. Þetta kemur fram í pistlinum Ísland er hið fullkomna skjól frá kórónavírusnum.

Í pistlinum er fjallað um að erfiðara verði að njóta sín á sólarströnd en vanalega vegna veirunnar. Þar muni fólk þurfa að dreifa sér mikið, auk þess sem að það mun geta glímt því að fá þjónustu, líkt og drykki. Þá er einnig rætt um stórborgir Evrópu sem séu ekki samar. COVID-laust sé hinar nýju fimm stjörnur.

Íslandi er hrósað hástert fyrir viðbrögð sín við faraldrinum og þá er því haldið fram að opnun landamæranna 15. júní sé blessun. Það að fara í skimun á flugvellinum er sögð vera góð leið til þess að treysta ferðamönnum sem verði heppnir að fá að ferðast um fallega náttúru landsins án þess að allt sé pakkað.

Þó er því haldið fram að opnun landamæranna sé engin gulltrygging á það að ferðamenn komi og að hún gæti í verstu mögulegu útkomu jafnvel leitt til þess að nýjum hæðum yrði náð hvað smit varðar.

Að lokum er því haldið fram að minnsta kosti verði áhugavert að fylgjast með hvernig Íslandi muni ganga að sækja ferðamenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska