fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fréttir

Þetta eru dýrustu hótel landsins – enn lokuð og enginn afsláttur

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 16. maí 2020 18:30

Deplar eru eitt dýrasta hótel landsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýútkomnu helgarblaði DV er að finna úttekt á mörgum glæsilegustu gistingum landsins sem gjarnan eru uppbókaðar á þessum tíma árs. Slík lúxus gisting kostar sitt en sökum ástandsins er hægt að gera hin mestu kjarakaup og upplifa stórkostlegan lúxus á allt að 50% afslætti á mörgum glæsilegustu hótelum landsins. Fjöldi heimasíðna er jafnvel komnar með sérstakan flipa merktan 2020 sem gefur til kynna sérleg sumartilboð tengt Covid ástandinu.

Dýrustu hótel landsins eru þó enn lokuð og hafa ekki tekið ákvörun varðandi framhaldið samkvæmt fyrirspurnum DV. Rekstrarkostnaðurinn er hár svo það borgar sig ekki endilega að hafa opið sé boðið upp á mikinn afslátt.

https://www.instagram.com/p/B-wCFjKnLSX/

Deplar, frá 270.000 kr.
Hótelparadísin Deplar býður upp á 13 lúxusherbergi og er stærðin á byggingunum yfir 2.600 fermetrar. Nóttin á hótelinu kostar frá 270.000 kr. upp í milljón, en allskyns stórbrotinn lúxus er innifalinn.  Hótelið er vinsælt allann ársins hring en á veturnar eru heliski mjög vinsælt, þar sem þyrla flýgur skíðafólki upp í fjöllin.

Hótelið er lokað sem stendur. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að draga úr þjónustustigi og lækka verð til að opna fyrir innlendan markað að svo stöddu. Hingað til hafa nánast eingöngu erlendir ferðamenn sótt hótelið.

Hótelið er staðsett fyrir norðan, í Fljótum í Skagafirði og þykir sannkallaður gimsteinn. Deplar Farm er í eigu bandaríska lúxsusfyrirtækisins Eleven Experience.

Deplar

The Retreat Hótel við Bláa Lónið, frá 180.000 kr.
Hótelin tvö við Bláa lónið, Silica og The Retreat Hotel, eru lokuð í það minnsta út maí. Nóttin á Silica kostar almennt á þessum tíma, miða við heimasíðu þess, frá 78.900 krónur. Svítan á The Retreat Hotel, sem er eitt fyrsta fimm stjörnu hótel landsins, kostar frá 180.000 krónum.

Moss svítan á The Reatreat Hotel

 

https://www.instagram.com/p/BxkWLljFO6J/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box
Fréttir
Í gær

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar