Ríkisútvarpið eyddi 722 milljónum í kaup af sjálfstæðum framleiðendum í fyrra. Lægstu færslurnar voru taldar í nokkrum tugum þúsunda, þær hæstu í mörgum milljónum.
Þó var eyðsla RÚV undir lágmarksviðmiðum.
Í morgun greindi Fréttablaðið frá því að Ríkisútvarpið hefði ekki náð lágmarksviðmiðum um kaup af innlendum sjálfstæðum framleiðendum árið 2019. Viðmiðin koma frá þjónustusamningi RÚV við mennta- og menningarmálaráðuneytið, en í honum er ætlast til að RÚV verji að lágmarki 11 prósentum af heildartekjum sínum til kaupa á utanaðkomandi framleiðslu. Heildartekjur samkvæmt ársreikningi voru 6,87 milljarðar, en kaupin af sjálfstæðum framleiðendum voru, líkt og áður segir, 722 milljónir, sem er undir viðmiðinu.
Í meðfylgjandi frétt Fréttablaðsins voru listar yfir öll kaup RÚV af sjálfstæðum framleiðendum árin 2016, 2017, 2018 og 2019.
2016 – 702.481.913
2017 – 799.530.570
2018 – 796.306.285
2019 – 722.107.627
Af þessum upphæðum hjá RÚV fór ansi mikið í sjónvarpsþætti í fyrra. Þar má nefna spennuþáttaseríurnar Ófærð og spjallþættina Vikan með Gísla Marteini.
Ófærð 2 RVK Studios ehf. 5.000.000
Ófærð 2 – Á bak við tjöldin RVK Studios ehf. 1.250.000
Ófærð 3 RVK Studios ehf. 15.000.000Vikan með Gísla Marteini Atli Fannar Bjarkason 1.494.997
Vikan með Gísla Marteini Berglind Pétursdóttir 5.560.000
Vikan með Gísla Marteini Sextán-níundu ehf. 3.120.000
Vikan með Gísla Marteini Snorri Helgason ehf 300.000
Þó fóru enn hærri upphæðir í aðra þætti, t.d. Ráðherrann sem fékk 82 milljónir, Pabbahelgar sem fékk 37 milljónir og Kappsmál sem fékk 31 milljón. Einnig fékk kvikmyndin Gullregn 37 milljónir.
Áramótaskaup 2019 Republik ehf 29.000.000
Flateyjargátan Saga Film hf 12.250.000
Gullregn Mystery Ísland ehf 33.000.000
Hljómskálinn Stjörnusambandsstöðin ehf 10.500.000
Kappsmál Skot – productions ehf. 31.442.390
Loftslagsþættir Saga Film hf 12.000.000
Pabbahelgar Zik Zak ehf. 37.000.000
Ráðherrann Saga Film hf 82.000.000
Skaupið 2018 Glass River ehf. 12.620.000
Sporið Skot – productions ehf. 17.700.000
Valhalla Murders Truenorth ehf. 24.000.000