fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Stúdentar mjög ósáttir við að fá ekki atvinnuleysisbætur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. maí 2020 14:50

Sigrún Jónsdóttir - Aðsend mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var ein af okkar aðalkröfum að tryggja rétt til atvinnuleysisbóta og við hörmum að það sé ekki ein af aðgerðunum sem voru kynntar í dag,“ segir Sigrún Jónsdóttir, forseti Landsamtaka íslenskra stúdenta, í viðtali við DV.

Menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra kynntu í dag aðgerðir til atvinnusköpunar og sumarnáms fyrir námsmenn í sumar. Verulegum fjárhæðum verður varið til þessara verkefna en ekki verða greiddar atvinnuleysisbætur til stúdenta.

Sjá einnig: Ríkisstjórnin leggur 800 milljónir í sumarstörf

„Hluti af þessum aðgerðum er sköpun sumarstarfa og þetta verða alls um 3.400 sumarstörf. Það er í takt við kröfur stúdenta þar sem við höfum verið að krefjast sköpunar sumarstarfa samhliða rétti til atvinnuleysisbóta. Sköpun sumarstarfa er mikilvæg aðgerð en spurningin er hvort hún nægi,“ segir Sigrún sem er sátt við margt í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar fyrir námsmenn. Hún er einnig ánægð með framlag sveitarfélaganna:

„Hluti af sumarstörfum er auglýstur fyrir 18 ára og eldri en sveitarfélögin eru að koma sterk inn sem er mjög jákvætt.“

Sigrún bendir á að námsmenn hafi lagt verulega til Atvinnuleysistryggingasjóðs með vinnuframlagi sínu:

„87% stúdenta vinna með námi að sumri til og 70% samhliða námi yfir veturinn. Hluti af launum þeirra rennur í Atvinnuleysistryggingasjóð en samt eiga þeir engan rétt til sjóðsins,“ segir Sigrún og er mjög ósátt við þennan hluta málsins:

„Við erum verulega ósátt við það og það hefði þurft að grípa til þeirra aðgerða strax. Ríkisstjórnin segir að atvinnuleysisbætur til stúdenta væru neyðraúrræði og spurningin er þá hvenær rennur upp tími neyðaraðgerða ef hann er ekki kominn núna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Í gær

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Í gær

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Í gær

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum