fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Settir verða 2,2 milljarðar í sumarstörf fyrir námsmenn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. maí 2020 13:44

Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kynntu aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna atvinnumála námsmanna í sumar á fundi í Háskólanum í Reykjavík í dag. Erfitt er að fá vinnu í sumar og óvissa mikil hjá námsmönnum.

Ríkisstjórnin ver 800 milljónum til þess að tryggja markviss sumarstörf.  Auk þess verður í boði sumarnám. Fimmtán framhaldsskólar taka þátt í verkefnum og áfangar fyrir yfir 1600 nemendur verða í boði. Fara 300 milljónir í þetta verkefni. Kennsla mun ná yfir alla sumarmánuðina og námsframboðið nær til flestra landshluta.

Jafnframt verða  í sumar í boði yfir 200 námsleiðir í öllum háskólum landsins.

Ennfremur mun ríkisstórnin veita 400 milljóna króna framlag í Nýsköpunarsjóð námsmann. Er það fimmföldun á framlagi á milli ára.

Þá verður 1,4 milljarðs aukið framlag ríkisstjórnar í nýsköpun og þróun fyrir námsmenn. Skiptist féð þannig: 575 milljónir í rannsóknarsjóð, 125 milljónir í innviðasjóð og 700 í tækniþróunarsjóð.

Settir verða 2,2 milljarðar í sumarstörf fyrir námsmenn. Er markmiðið að skapa 3.400 störf fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Á fundinum ítrekaði Ásmundur Einar þá stefnu að verja fremur fé í atvinnuskapandi verkefni en atvinnuleysisbætur fyrir starfsmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“