fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Nýjar fréttir af Spot-ráninu: „Við þökkum DV fyrir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. maí 2020 21:00

Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn SPOT í Kópavogi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur Spot anda léttar en þeim tókst að endurheimta allt þýfi eftir bíræfið stórrán á staðnum í nótt. DV greindi frá þessu í morgun.

Sjá einnig: Innbrot í Spot í nótt

Brotin var rúða baka til í húsnæðinu og farið þar inn. Stolið var verðmætum fyrir allt að 10 milljónir króna, ef ekki meira. Var þar meðal annars um að ræða ljóskastara, flatskjái, hátalara, magnara, verkfæri og fleira.

Í frétt DV var skorað á þá sem hefðu upplýsingar um málið að hafa samband við eigendur Spot. Fréttin hafði mikil áhrif en eigendurnir höfðu samband við DV undir kvöld og sögðu að með nafnlausri ábendingu hefði þeim verið vísað á allt þýfið og það væri núna endurheimt. Fjölmargar ábendingar bárust þeim eftir að fréttin birtist.

„Þetta er allt komið til baka og við þökkum DV fyrir,“ segir einn eigendanna.

Þetta er mikill léttir fyrir eigendur Spot eftir áfall næturinnar en þeir voru langt komnir með endurbætur á húsnæðinu. Þar má búast við mikilli gleði eftir að slakna tekur meira á samkomubanni er líður á sumarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“