fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Innbrot á Spot í nótt: Gífurlegum verðmætum stolið og skemmdarverk unnin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. maí 2020 11:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hér var allt brotið og bramlað og stolið verðmætum fyrir allt að 10 milljónir króna, ef ekki meira,“ segir einn af eigendum skemmtistaðarins Spot í Kópavogi, en brotist var inn á staðinn í nótt. Brotin var rúða baka til (sjá mynd) og síðan farið um staðinn.

Mikið var haft fyrir því að losa þunga hluti og fjarlægja af staðnum, meðal annars voru teknir hátalarar úr lofti, en auk þess ljós og ljósabúnaður, magnarar, sjónvörp, skjávarpar, verkfæri og ýmislegt fleira. Auk þess voru skemmdarverk unnin á staðnum.

Hér var brotin rúða og farið inn

Eigendur hafa staðið í miklum endurbótum á staðnum sem þeir voru farnir að sjá til lands í þegar þetta ömurlega áfall reið yfir í nótt. Þeir segja ljós í myrkrinu að treyja sem tilheyrir hinum ástsæla tónlistarmanni, Sjonna heitnum Brink, var ekki tekin.

Óskað er eftir upplýsingum um málið í síma 821 6921 og er möguleiki á fundarlaunum fyrir upplýsingar sem vísa á þýfið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“