fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Nýr lögreglustjóri fékk höfðinglegar móttökur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. maí 2020 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Bergþóra Björnsdóttir er nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu en hún tók formlega til starfa í morgun og fékk hún fékk góðar móttökur við komuna á lögreglustöðina á Hverfisgötu í Reykjavík.

Að sögn lögreglunnar hefði móttakan verið miklu fjölmennari og íburðarmeiri ef ekki væri fyrir ástandið vegna COVID-19. Lögreglan birti meðfylgjandi myndir af móttökunni en í tilkynningu frá lögreglunni segir:

„Á annarri myndinni fær Halla Bergþóra lögreglukveðju frá yfirlögregluþjónunum Karli Steinari Valssyni og Ásgeiri Þór Ásgeirssyni og Arinbirni Snorrasyni, formanni Lögreglufélags Reykjavíkur, en með þeim eru Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs, og Helgi Valberg Jensson aðallögfræðingur. Á hinni myndinni tekur Halla Bergþóra við lyklavöldum af Huldu Elsu, sem í dag felast reyndar ekki lengur af lyklum heldur aðgangskorti! Þess má ennfremur geta að Hulda Elsa gegndi lögreglustjórastarfinu tímabundið síðustu mánuðina og eru henni færðar þakkir fyrir vel unnin störf á erfiðum tíma.

Halla Bergþóra, sem er lögfræðingur að mennt, er enginn nýgræðingur þegar lögreglustörf eru annars vegar. Undanfarin ár var hún lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og þar áður sýslumaður á Akranesi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu býður Höllu Bergþóra hjartanlega velkomna til starfa, en starfsmenn embættisins hlakka til að eiga við hana gott samstarf um þau fjölmörgu og mikilvægu verkefni sem fram undan eru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar
Fréttir
Í gær

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?