Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður einn af þeim sem sitja fyrir svörum og ávarpa landslýð á upplýsingafundi um COVID-19 á morgun en fundurinn er að vanda í beinni útsendingu á RÚV, Stöð 2 og Visir.is. Viljinn greinir frá þessu sem og því að Ólafur Ragnar Grímsson verður gestur umræðuþáttarins Silfrið sem er á dagskrá RÚV kl. 11 á sunnudag.
Áður hefur komið fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur ávarp til þjóðarinnar á sunnudagskvöld í tilefni af því að fyrstu afléttingar á samkomubanni taka gildi á miðnætti á sunnudagskvöld. Þá mega 50 manns koma saman í stað 20, framhaldsskólar og háskólar geta opnað að nýju og íþróttaæfingar verða leyfðar með takmörkunum. Auk þess opnar þjónustustarfsemi á borð við hágreiðslustofur, nuddstofur, snyrtistofur og tannlæknastofur á ný.
Ávarp forsætisráðherra á sunnudagskvöld verður kl. 19:45.