Á dögunum opnaði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, nýjan vef sem gerir fólki kleift að skoða gömul íslensk myndbönd. Nú eru 300 myndbönd á vefnum sem koma frá Kvikmyndasafni Íslands. Vefurinn ber nafnið Ísland á filmu.
Myndböndin sína Ísland á marga vegu, en það elsta er frá árinu 1906 og er elsta kvikmynd sem vitað er um frá Íslandi. Þar má sjá myndbönd sem sýna bæði sögufræga atburði og daglegt líf. Vefurinn er unninn í samstarfi við Dansk Film Institut.
Lilja sagði mikilvægt að almenningur hefði aðgang að þessum vef. Þessu efni þyrfti að miðla, annars gæti það gleymst. Hún sagði stórkostlegt að geta á vefnum skoðað horfinn heim, sem frumkvöðlar í íslenskri kvikmyndagerð hefðu fest á filmu. Lilja talaði einnig um að þetta verkefni sem gæti skapað mörg störf, sem þörf er á þessa stundina.
„Stjórnvöld þurfa að styðja við greinina og hafa þegar veitt aukalega 120 m. kr. í kvikmyndasjóð – til að þróa ný verkefni sem vonandi skapa störf og verðmæti, bæði menningarleg og veraldleg.“
Í fréttatilkynningu um málið kemur fram að í ráðuneytinu sé unnið að gerð kvikmyndastefnu til 2030, sem mun hún líta dagsins ljós fljótlega. Stefnan nær meðal annars til kvikmyndamenningar, menntunar í kvikmyndagerð og eflingu kvikmyndalæsis, aukinnar miðlunar íslensk kvikmyndaarfs- og efnis og samkeppnishæfni íslenskrar kvikmyndaframleiðslu á alþjóðamarkaði.
Hér að neðan má sjá nokkrar styttri klippur, en á vefnum sjálfum eru einnig lengri kvikmyndir.
Rjúkandi Hraunfoss
Vorið er komið
Þórbergur Þórðarson
Reykjavík vorra daga, fyrri hluti
Natófundur og tívolí
Hornstrandir
Slökkviliðsæfing 1906
Vestmannaeyjar, útsýni
Keflavíkurflugvöllur
Sundiðkun í Reykjavík
Vorboðar