fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Sjáðu hvernig Ísland var í gamla daga – Nýtt safn með mögnuðum myndbrotum

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum opnaði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, nýjan vef sem gerir fólki kleift að skoða gömul íslensk myndbönd. Nú eru 300 myndbönd á vefnum sem koma frá Kvikmyndasafni Íslands. Vefurinn ber nafnið Ísland á filmu.

Myndböndin sína Ísland á marga vegu, en það elsta er frá árinu 1906 og er elsta kvikmynd sem vitað er um frá Íslandi. Þar má sjá myndbönd sem sýna bæði sögufræga atburði og daglegt líf. Vefurinn er unninn í samstarfi við Dansk Film Institut.

Lilja sagði mikilvægt að almenningur hefði aðgang að þessum vef. Þessu efni þyrfti að miðla, annars gæti það gleymst. Hún sagði stórkostlegt að geta á vefnum skoðað horfinn heim, sem frumkvöðlar í íslenskri kvikmyndagerð hefðu fest á filmu. Lilja talaði einnig um að þetta verkefni sem gæti skapað mörg störf, sem þörf er á þessa stundina.

 „Stjórnvöld þurfa að styðja við greinina og hafa þegar veitt aukalega 120 m. kr. í kvikmyndasjóð – til að þróa ný verkefni sem vonandi skapa störf og verðmæti, bæði menningarleg og veraldleg.“

Í fréttatilkynningu um málið kemur fram að í ráðuneytinu sé unnið að gerð kvikmyndastefnu til 2030, sem mun hún líta dagsins ljós fljótlega. Stefnan nær meðal annars til kvikmyndamenningar, menntunar í kvikmyndagerð og eflingu kvikmyndalæsis, aukinnar miðlunar íslensk kvikmyndaarfs- og efnis og samkeppnishæfni íslenskrar kvikmyndaframleiðslu á alþjóðamarkaði. 

Hér að neðan má sjá nokkrar styttri klippur, en á vefnum sjálfum eru einnig lengri kvikmyndir.

Rjúkandi Hraunfoss

Vorið er komið

Þórbergur Þórðarson

Reykjavík vorra daga, fyrri hluti

Natófundur og tívolí

Hornstrandir

Slökkviliðsæfing 1906

Vestmannaeyjar, útsýni

Keflavíkurflugvöllur

Sundiðkun í Reykjavík

Vorboðar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
Fréttir
Í gær

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“
Fréttir
Í gær

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“