fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Lögreglan á Suðurlandi fann sjóblautan fatnað og kallar úr leitarflokk – UPPFÆRT

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir því við svæðisstjórn börgunarsveita á Svæði 3 að kallaður verði bátaflokkur til öryggisleitar í og við Skötubót í Þorlákshöfn eftir að sjóblautur fatnaður, stuttbuxur, skór og sokkar, fannst í fjörunni við svokallað áburðarplan við varnargarðinn við Skötubót. Ekki er vitað til þess að neins sé saknað en rétt þykir að bregðast strax við og kanna málið vel.

Ef einhver kann skýringar á tilvist þessa fatnaðar á þessum stað er sá hinn sami beðinn að hafa samband við lögreglu í síma 444-2000, í 112 eða í skilaboðum á Facebook-síðu Lögreglunnar á Suðurlandi.

UPPFÆRT:

Búið er að staðfesta að fatnaður sá er um ræðir var skilinn eftir af drengjum sem voru að sulla í sjónum við Þorlákshöfn í gærkvöldi. Þeir skiluðu sér allir heim í gær og allar áhyggjur því ástæðulausar. Lögregla þakkar björgunarsveit þeirra aðkomu sem og greinargóðar upplýsingar frá vitnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósátt við að refaskytta hafi verið valin með hlutkesti

Ósátt við að refaskytta hafi verið valin með hlutkesti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gufunesmálið: Allar líkur á ákæru um mánaðamótin

Gufunesmálið: Allar líkur á ákæru um mánaðamótin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tók á móti stórum sendingum af hættulegum lyfjum – Lögreglan setti hlerunarbúnað í stálfót

Tók á móti stórum sendingum af hættulegum lyfjum – Lögreglan setti hlerunarbúnað í stálfót