fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Krabbameinssjúk kona verður fyrir ógeðfelldum ágangi – Segja Ölmu að borða kotasælu og nota hassolíu – „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 15. febrúar 2020 07:00

Alma Geirdal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma Geirdal, sem vakið hefur mikla athygli fyrir glímu sína við ólæknandi krabbamein, verður fyrir miklum og ógeðfelldum ágangi fólks sem vill beita óhefðbundnum læknismeðferðum til að lækna hana af krabbameini. Sumir segja henni að borða kotasælu, aðrir segja henni að borða eingöngu rautt kjöt og enn aðrir að nota hassolíu. Stökkvi hún ekki á læknisráðin skamma hana sumir fyrir að sýna ekki nægilegan vilja til að læknast.

Systur Ölmu, Sigurborg Geirdal, er nóg boðið yfir þessu framferði og ritaði pistil um málið í stuðningshópi Ölmu, sem Alma leyfði DV góðfúslega að birta, þar sem hún brýnir fyrir fólki að sýna krabbameinssjúku fólki og aðstandendum þeirra tillitsemi. Pistillinn er eftirfarandi:

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Eins og flestir hér vita glímir elsku Alma systir við 4. stigs krabbamein og veit að hún á ekki langan tíma eftir. Staða sem erfitt er fyrir hana og okkur fjölskyldu hennar að takast á við. Við höfum farið í gegnum allan tilfinningaskalann og eitt af því sem erfiðast er að takast á við er hjálparleysið, það að við sem stöndum Ölmu næst getum ekkert gert til að bjarga henni. Í þessu rúmlega tveggja ára ferli höfum við reynt að gera allt, skoðað allt og leitað að öllum mögulegum leiðum sem gætu hjálpað henni. En sama hversu mikið við reynum þá er staðan enn sú sama. Ólæknanlegt krabbamein. En svo virðist sem fólk út í bæ sé á annarri skoðun. Alma fær nefnilega hringingar og send skilaboð mörgum sinnum á dag frá fólki með „töfralausnir“ til að lækna hana. Hún á að borða kotasælu, nota hassolíu, kaffi, lavender kerti og bara lavender allt, borða rautt kjöt, vera vegan, borða græn kál, drekka allar mögulegar útgáfur af te, nota dropa og taka inn túrmerik, svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta fullyrðir fólkið að hafi læknað þennan eða hinn af krabbameini á stuttum tíma. Þó ég geri mér grein fyrir því að fólk vilji vel þá veldur þetta óþarfa álagi og leiðindum í afar erfiðum aðstæðum. Sérstaklega þegar fólk sendir þetta á hana mörgum sinnum, lætur hana heyra það ef hún svarar ekki og sakar hana um að hafa ekki viljan til að lengja líf sitt hér með fólkinu sínu.

Svo mig langar að biðja alla þá sem vita um einhvern sem glímir við erfið veikindi um að sýna aðgát og treysta því að sá veiki velji þá leið sem hann telur best að fara og að fjölskyldur þeirra og vinir séu að gera allt sem hægt er fyrir ástvin sinn.

Ölmu, sem var aðeins 38 ára þegar hún greindist með brjóstakrabbamein, er ekki hugað langt líf. Hún ræddi sjúkdómssögu sína og líf sitt í áhrifamiklu viðtali við Mannlíf fyrir skömmu. Þar sagði hún meðal annars: „Mér líður ekkert rosalega vel í dag. Almennt er ég ótrúlega brött andlega, ég hef einhvern veginn náð að vera mjög jákvæð í gegnum þetta þó að ég sé raunsæ,“ segir Alma. „En líkamlega líður mér ekki vel, ég fór í aðgerð í desember og er að jafna mig eftir hana, þá lömuðust smágirnin í mér. Og í morgun fékk ég þær fréttir að meinið hafi stækkað. Í dag er krabbameinið búið að dreifa sér milli vöðva á svæðinu þar sem vinstra brjóstið var, tvö mein eru í hægra lunga og nokkur í hægri holhönd. Þetta er fjölgun á æxlum á sex vikum, þannig að andlega hliðin er ekki mjög sterk í dag. Líkamlega líður mér aldrei vel, eftir að þetta ferli hófst, þessi önnur atrenna.“

Alma er í sambúð og hefur fyrir börnum að sjá. Eins og nærri má um geta hafa veikindin reynt á fjárhag hennar og því vekjum við athygli á styrktarreikningi Ölmu fyrir þá sem geta látið eitthvað af hendi rakna:

Reikn. 0130-05-064210 kt. 060979-3759

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu