fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Bíll með þremur mönnum í sjóinn í Hafnarfirði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. janúar 2020 00:46

Mynd: Olga Björt Þórðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bíll fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði um níuleytið á föstudagskvöld og voru þrír menn í bílnum. Tilkynning frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var send út um málið kl. 22:35 á föstudagskvöld og þar segir:

„Mjög alvarlegt slys varð í Hafnarfirði á tíunda tímanum í kvöld þegar bifreið fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. Tilkynning um slysið barst kl. 21.07 og fór fjölmennt lið viðbragðsaðila þegar á staðinn, en vinna á vettvangi stendur enn yfir.

Þeir sem voru í bílnum voru fluttir á slysadeild, en engar frekari upplýsingar um málið er hægt að veita að svo stöddu.“

Ekki er því vitað um líðan mannanna þriggja.

Vefútgáfa fjölmiðilsins Hafnfirðings var á vettvangi og tók ritstjórinn Olga Björt Þórðardóttir meðfylgjandi mynd. Fleiri myndir er að finna á vef Hafnfirðings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum