fbpx
Mánudagur 21.september 2020
Fréttir

Það þarf hörmungar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 24. ágúst 2019 16:15

Er hann sjúklega feitur? Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það muna eflaust flestir stálpaðir Íslendingar, ef ekki allir, eftir því þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010. Á svipstundu urðum við mest hataða þjóð heimsins því askan frá gosinu setti flugsamgöngur um heim allan úr skorðum. Allt í einu var ekkert spes að vera Íslendingur, sem var mikil synd því við vorum nýstigin upp eftir rothöggið árið 2008 og máttum ekki við miklu meira hatri í okkar garð. Að sama skapi var Ísland á allra vörum og fólk sem hafði aldrei heyrt minnst á eyjuna í norðri vissi meira um hana en sumir innfæddir – gat allavega fundið hana á landakorti.

Það bjóst líklega enginn við því að þetta blessaða gos, sem lamaði hálfa heimsbyggðina, myndi verða til þess að efla hér ferðamannabransann svo um munar. Eins og hendi væri veifað varð Ísland spennandi og eftirsóknarverður staður til að heimsækja, landið var gúglað á milljón og þetta flughatur hvarf jafn hratt og það kom til. Útlendingar kepptust um að bera fram nafnið á þessum ógurlega jökli sem olli þvílíka uppnáminu, og gera raun enn. Út úr öskufylltu svartnættinu reis atvinnugrein sem er sú stærsta í landinu.

Nágrannar okkar í Færeyjum og á Grænlandi hafa setið eftir í þessum ferðamannaflaumi. Færeyingar vilja ólmir fá fleiri ferðamenn, en þeir eru heldur skynsamari en við og ætla sér að stjórna flaumnum. Sem er vel. Það má hins vegar ekki gleymast að við fengum engan fyrirvara og tíma til undirbúnings. Við fengum eldgos.

Nú virðist sem Grænlendingar verði í sömu stöðu og við, hvað varðar ferðamenn. Þeir geta þakkað Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir það. Hann setti einhvers konar heimsmet í glóruleysi þegar hann bað um opinbera heimsókn í Danmörku og ætlaði sér að komast alla leið til æðsta kopps í búri undir fölsku flaggi. Þegar hann svo opinberaði að heimsóknin væri gagngert skipulögð svo hann gæti keypt Grænland vandaðist málið. Danir sögðu skýrt og skilmerkilega að Grænland væri ekki til sölu og Trump hætti við heimsóknina í fússi.

Eftir stendur að nú er Grænland á allra vörum. Það eru eflaust ekki margir í heiminum sem hafa velt þessu landi sérstaklega fyrir sér, hvað þá að þeir gætu bent á það á landakorti. Grænland hefur verið gúglað rækilega síðustu daga og þá kemur í ljós óviðjafnanleg náttúrufegurð og einangrun sem virðist vera eftirsóknarverð í nútímasamfélagi þar sem hraði og streita er orðið böl. Þó að þessar fyrirætlanir Trump hafi verið bjánalegar, svo vægt sé til orða tekið, þá gætu þær orðið ljósið í myrkri þeirra Grænlendinga. Þeir þurfa hins vegar að halda vel á spöðunum svo þeir standi ekki uppi eins og Íslendingar þar sem bólan þenst út viðstöðulaust, þar til hún springur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Siggi missti móður sína í sumar – „Ég öskraði og vissi ekki hvað ég átti við mig að gera“

Siggi missti móður sína í sumar – „Ég öskraði og vissi ekki hvað ég átti við mig að gera“
Fréttir
Í gær

76 manns smituðust í gær – Lang stærsti dagurinn til þessa

76 manns smituðust í gær – Lang stærsti dagurinn til þessa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæra gefin út vegna brunans á Bræðraborgarstíg

Ákæra gefin út vegna brunans á Bræðraborgarstíg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

21 smit í gær, þar af aðeins 7 í sóttkví – 2 eru nú á sjúkrahúsi

21 smit í gær, þar af aðeins 7 í sóttkví – 2 eru nú á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Alvarlegt spennuslys í Önundarfirði – Maður á leið til Reykjavíkur með sjúkraflugi

Alvarlegt spennuslys í Önundarfirði – Maður á leið til Reykjavíkur með sjúkraflugi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kýldi og hótaði eiginkonu sinni ítrekað og fékk skilorð – „Einlæg iðrun“ metin til refsilækkunar

Kýldi og hótaði eiginkonu sinni ítrekað og fékk skilorð – „Einlæg iðrun“ metin til refsilækkunar