Miðvikudagur 26.febrúar 2020
Fréttir

Erla varð fyrir miklu áfalli: „Skyndilega þekkti ég ekki sjálfa mig“ – Ætlar að stefna ríkinu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 09:06

Erla Bolladóttir. Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erla Bolladóttir ætlar að stefna íslenska ríkinu eftir að beiðni hennar um endurupptöku dóms í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var hafnað. Þetta segir Erla í viðtali við Morgunblaðið í dag. Þar segir hún að gallar á dómi Hæstaréttar frá árinu 1980 eigi að duga til að mál hennar verði tekið upp að nýju.

Það var í september í fyrra að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru sýknaðir í Hæstarétti. Það gerðist í kjölfarið á því að endurupptökunefnd féllst á að þeir fengju málin tekin upp að nýju. Erla, sem var dæmd í 3 ára fangelsi árið 1980, var sú eina sem var sakfelld í málinu en fékk það ekki endurupptekið. Erla var dæmd fyrir meinsæri í málinu ásamt þeim Sævari Ciesielski og Kristjáni Viðari Viðarssyni en nefndin ákvað að taka þá dóma ekki upp.

Erla hefur þurft að bíða lengi eftir réttlæti í málinu. Í maí síðastliðnum sagði hún í samtali við Mannlíf að hún væri ósátt við að sök hennar væri látin standa þrátt fyrir sýknudóm Hæstaréttar. Hún gerði kröfu um skaðabætur vegna einangrunar sem hún sætti árið 1976 en hún segist engin svör hafa fengið við kröfunni. Morgunblaðið hefur eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að málið verði tekið upp innan forsætisráðuneytisins í haust.

Erla segist hafa fengið mikið áfall þegar niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir í september í fyrra. Það sé meðal annars ástæðan fyrir því að hún hafi ekki kært niðurstöðuna fyrr.

„Ég var alltaf að vonast eftir svörum frá Katrínu Jakobsdóttur. Önnur ástæða er að ég varð fyrir miklu áfalli í kjölfar höfnunar endurupptökunefndar. Það var í fyrsta skiptið, síðan þetta allt byrjaði, að mér fannst ég ekki geta meira. Skyndilega þekkti ég ekki sjálfa mig; ég, sem hef alltaf staðið mína vakt, gat ekki meira. Ég var á sama stað og ég tel að Sævar hafi verið á þegar hann ákvað að snúa baki við lífinu og ég greindist síðar með alvarlegt tilfelli áfallastreituröskunar,“ segir Erla í viðtalinu við Morgunblaðið.

Erla segir að eina ásættanlega niðurstaðan væri að þau þrjú; hún, Sævar og Kristján yrðu sýknuð af meinsærinu. „Á meðan við erum enn dæmd sek fyrir meinsæri þá stendur málið þannig að ríkið ber ekki ábyrgð á því gagnvart okkur hvernig þessi rannsókn var framkvæmd. Þangað til þetta hefur verið leiðrétt er þetta mál ekki búið, hvorki fyrir okkur, fjölskyldurnar okkar né íslensku þjóðina. Ég er ekki tilbúin að gefast upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Vilt þú verða borgarritari? Sjáðu hverjar hæfniskröfurnar eru

Vilt þú verða borgarritari? Sjáðu hverjar hæfniskröfurnar eru
Fréttir
Í gær

Eymundur hefur fylgt nokkrum til grafar: „Félagsfælni er dauðans alvara og ekkert til að leika sér með“

Eymundur hefur fylgt nokkrum til grafar: „Félagsfælni er dauðans alvara og ekkert til að leika sér með“