fbpx
Miðvikudagur 23.september 2020
Fréttir

Ástþór Magnússon ósáttur við aðgerðarleysi lögreglu – „Merkilegt að lögreglan stuðli að svona glæpastarfsemi“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 16. ágúst 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa tekið eftir vafasömum falsfréttum undanfarið á samfélagsmiðlinum Facebook. Í falsfréttunum eru nöfn þjóðþekktra Íslendinga notuð til þess að hvetja fólk í að fjárfesta í Bitcoin. 

Í einni falsfréttinni kemur fram að Ástþór Magnússon hafi fjárfest 150 milljónum í fyrirtæki sem segist nota sjálfvirka rafmyntarmiðlunarforritið Bitcoin Billionaire.

Í samtali við Fréttablaðið segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, að fólk þurfi að passa sig.

„Fólk þarf að passa sig að vera alls ekki að kaupa Bitcoin í gegnum auglýsingar á Facebook. Það er svo mikið drasl á sveimi á Facebook og fólk þarf alltaf að vera vakandi þegar það er beðið um að gefa persónuupplýsingar og sérstaklega kortaupplýsingar. Það er alls engin gæðatrygging að fyrirtæki auglýsi á Facebook.“

Brynhildur rekst reglulega á þessar auglýsingar á Facebook en hún segir að fyrirtækið sé ekki að standa sig í að koma í veg fyrir svindl og falsfréttir.

„Það virðist ekki skipta neinu máli þó maður tilkynni svona ruglfréttir ítrekað. Facebook virðist ekki ráða við að stöðva svona lagað og reyndar hefur fyrirtækið beinlínis dregið lappirnar í mörgum tilfellum eins og dæmin sanna. Fólk þarf að vera sérstaklega gagnrýnið þegar það verslar á netinu og láta allt eiga sig sem lítur út fyrir að vera of gott til að vera satt.“

„Merkilegt að lögreglan stuðli að svona glæpastarfsemi“

Ástþór er langt frá því að vera sáttur með að nafnið sitt sé notað í tengslum við netsvindlið. Hann hafði því samband við lögregluna vegna málsins í gegnum tölvupóst. Í tölvupóstinum til lögreglunnar óskaði Ástþór eftir því að lögreglan upplýsi Facebook um málið og stöðvi birtingu þessara falsfrétta.

„Um hreinan uppspuna er að ræða og tengist ég þessum aðilum eða þessu fyrirtæki ekki á nokkurn hátt hvorki fyrr né síðar. Þar sem svindlinu er dreift með auglýsingum á Facebook er þess óskað að lögreglan upplýsi Facebook að um svindl auglýsingar er að ræða og láti stöðva birtingu þeirra.“

Dæmi um auglýsingu þar sem nafn Ástþórs hefur verið notað í óleyfi.
Dæmi um auglýsingu þar sem nafn Ástþórs hefur verið notað í óleyfi.

Lögreglan svarar tölvupósti Ástþórs og segir að honum sé velkomið að senda inn kæru vegna málsins telji hann að brotið sé gegn honum. Í svari lögreglunnar segir að lögreglan geti ekki haft áhrif á hvað sé birt á Facebook.

„Skemmst er frá því að segja að Facebook er auglýsingamiðill sem er staðsettur í Bandaríkjunum og því miður getur lögreglan ekki haft áhrif á hvað er birt þar. Ég mæli því með að þú nýtir þér „report“ möguleika Facebook til að benda þeim á svikin og óska eftir að þetta sé fjarlægt.“

Ástþór er ósáttur með þetta svar lögreglunnar og segir að það væri einfalt mál fyrir lögregluna að láta stöðva þetta. 

„Merkilegt að lögreglan stuðli að svona glæpastarfsemi sem reynir að blekkja peninga út úr almenningi á Íslandi. Facebook er orðinn stærsti samskiptamiðill landsins.  Einfalt mál fyrir lögregluna að hafa samband við þennan miðil eða þau embætti þar sem fyrirtækið starfar og láta stöðva svona. Annað er fullkomið ábyrgðarleysi af lögreglunni.“

Ástþór er ekki á Íslandi, notar Facebook nánast ekkert og hefur því ekki fengið þessar auglýsingar um falsfréttirnar.

„Mér var sagt af fólki í gær að það hefði ekki getað tilkynnt þessar auglýsingar til Facebook sem svindl.“

Ástþór gagnrýnir aðgerðarleysi lögreglunnar en hann segist vera búinn að gera allt sem í hans valdi stendur til að vekja athygli á þessu.

„Það verður því að vera á ábyrgð aðgerðarleysis lögreglunnar ef einhverjir Íslendingar sogast inní þennan svikavef og tapa peningunum sínum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Fangelsisrefsing liggi við fölsun og dreifingu nektarmynda

Fangelsisrefsing liggi við fölsun og dreifingu nektarmynda
Fréttir
Í gær

100 manna glæpagengi umsvifamikið í afbrotum – Vanmáttug lögregla

100 manna glæpagengi umsvifamikið í afbrotum – Vanmáttug lögregla
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Mehamn – „Þetta var stórslys, ég ætlaði aldrei að hleypa af“

Harmleikurinn í Mehamn – „Þetta var stórslys, ég ætlaði aldrei að hleypa af“
Fréttir
Í gær

143 greindir smitaðir um helgina

143 greindir smitaðir um helgina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Er virkilega ekki hægt að gera betur?“ spyr Lára – „Líklega ein versta tilfinningin“

„Er virkilega ekki hægt að gera betur?“ spyr Lára – „Líklega ein versta tilfinningin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu eyðilegginguna í Vesturbænum eftir rosalegu öldurnar í gær

Sjáðu eyðilegginguna í Vesturbænum eftir rosalegu öldurnar í gær