fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ellen blöskraði það sem hún sá í afmælinu: „Hann henti þessu öllu beint í ruslið“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellen Calmon, varaborgarfulltrúi og fulltrúi í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, stingur upp á því að verslunum verði gert skylt að reyna að gefa heil matvæli í stað þess að henda þeim.

Ellen segir þetta í athyglisverðri grein sem hún skrifar í Fréttablaðið í dag. Í greininni rifjar hún upp að hún hafi eitt sinn farið í fínt afmælisboð þar sem boðið var upp á grillaða hamborgara og kjúkling úr betri kjötverslunum bæjarins. Með þessu var borið fram brauð, ferskt salat og annað grænmeti. Það sem gerðist þegar gestir voru búnir að borða situr enn í fersku minni Ellenar.

„Þegar ljóst var að gestirnir höfðu borðað nægju sína tók gestgjafinn sig til og hreinsaði af öllum matarbökkunum afgangana sem voru heilu hamborgarabuffin, kjúklingalundirnar og nýskorið salat. Hann henti þessu öllu beint í ruslið. Mér varð ómótt þegar ég varð vitni að þessu, en sagði ekkert, því ég hafði heyrt að hann borðaði ekki afganga.“

Reynir að henda aldrei mat

Sjálf segist Ellen bjóða gestum að taka með sér mat heim þegar hún er með afmæli, að því gefnu að fjölskyldan nái ekki að komast yfir afgangana áður en þeir úldna. Að öðrum kosti skellir hún þeim í fyrsti eða kemur þeim í önnur hús.

„Ég reyni að henda ekki mat ef ég mögulega kemst hjá því. Ástæðuna ættu flest allir í upplýstu samfélagi að þekkja. Hún er umhverfisins vegna, almenn sóun, auk þess er illa farið með þá fjármuni sem hefur verið varið í matvælin,“ segir Ellen og bendir á að nokkrar verslanir hafi tekið það upp að selja matvæli og aðra dagvöru á niðursettu verði þegar hún nálgast síðasta söludag. Það sé vissulega mjög jákvætt en enn séu þó til staðar sorpgámar við matvöruverslanir þar sem finna má heil og nýtanleg matvæli.

Verslanir gefi útrunnar vörur

„Gætum við ekki gert verslunum skylt að reyna fyrst að gefa matvæli sem þær telja sig þurfa að henda áður en þau lenda í sorpgámunum? Þetta er hægt að gera með því að láta matvælin standa í körfum fyrir utan eða í anddyri verslananna eða með því að gefa þau til hjálparstofnana eða félagasamtaka. Því síðasti söludagur þýðir oftast að framleiðslufyrirtækið geti ekki ábyrgst ferskleika vörunnar lengur en dagsetningin gefur til kynna en ekki að varan sé úldin eða ónýtanleg,“ segir Ellen sem skorar á fólk að taka höndum saman, enda ekki vanþörf á.

„Hendum ekki afmælisafgöngum, gefum gestum með sér heim. Gefum vörur sem eru útrunnar. Ég er viss um að fjölmargir myndu nýta sér það, umhverfinu og pyngjunni til góðs.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar