fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fréttir

Rannveig og Bára fengu hatursfull skilaboð vegna þessarar myndar – „Ömurlegt að fá svona ummæli“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 22:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ömurlegt að fá svona ummæli frá fordómafullum einstaklingi sem getur ekki bara látið aðra í friði,“ segir Rannveig Tenchi, borgarfulltrúi Pírata, í stuttu spjalli við DV, en hún fékk yfir sig hatursfull skilaboð frá manni einum eftir að hún birti þessa fallegu mynd af sér og vinkonu sinni, Báru Halldórsdóttur. Myndin sýnir þær vinkonur á DragKeppninni sem haldin var um síðustu helgi og er hluti af dagskrá Hinsegindaga.

Rannveig birtir nú myndina í annað skiptið á Facebook-síðu sinni en í fyrra skiptið sem hún gerði það fékk hún yfir sig mjög andstyggileg skilaboð sem sýna að fordómar gegn hinseginfólki lifa enn góðu lífi. Rannveig segir svo frá þessu í færslunni:

Mig langar að deila þessari mynd, svona í ljósi þess að Hinsegin dagar standa nú yfir og á sama tíma og þeir séu gleðidagar, þá snúast þeir fyrst og fremst um réttindabaráttu hinsegin fólks.

Þessi mynd er af mér og Báru Halldórsdóttur, á góðri stundu þegar ég steig inn sem deitið hennar Báru á DragKeppninni síðustu helgi, en konan hennar Báru komst ekki, heppna ég að vera boðið í staðinn 

Þessi mynd er í uppáhaldi. Við höfðum tekið okkur til, farið í kjól og smellt smá förðun á andlitið og haft hárið til 
Extra gleðiefni líka að fyrr um kvöldið hafði Bára orðið amma, ótrúleg hamingja því í hjörtunum þarna 
Keppnin var þrælskemmtileg og var mikið hlegið og dáðst að hæfileikum keppenda!

Fyrir mér er hinsegin bara eðlilegt. Ég hef hreinlega ekki einu sinni mikið spáð í þessari baráttu því ég hef átt erfitt með að skilja af hverju það sé eitthvert “issue” hvernig fólk skilgreinir sig. Fólk er fólk og ást er ást.

En svo birti ég þessa mynd, í mikilli gleði og hamingju. En þá birtast fordómarnir og værukæru mér er kippt hressilega á jörðina. 
Nei þetta er ekki unnin barátta og það er því miður fullt af fólki sem enn þarf að hafa sterka skoðun á kynhneigð náungans og ÉG verð að taka afdrifaríkari afstöðu gegn fordómunum og berjast fyrir réttindum hinsegin fólks.

Ég verð að setja mig betur inn í þessa baráttu og veita enn meiri stuðning!

Ekki síst vegna þess að í ár mun ég ganga í Gleðigöngunni sem móðir hinsegins barns og ég gæti ekki verið stoltari

Þegar Rannveig birti myndina í fyrra skiptið skrifaði hún þessa stuttu færslu: „DragVirgin og uppljóstrari á DragKeppni 2019 – önnur okkar varð amma korter í keppni“ – Maður að nafni Páll skrifaði undir þessi andstyggilegu skilaboð:

„djöfulsyns viðbjóður.“

Þegar Rannveig og fleira fólk svaraði manninum bætti hann í og birti hann enn verri ummæli, óprenthæf.  „Ég varð orðlaus, satt að segja,“ segir Rannveig um þetta við DV.

Þess má geta að Hinsegindagar standa enn yfir og ná hámarki með Gleðigöngunni næstkomandi laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk nýnasistasamtök með grófan áróður á Facebook – Spyrja hvað sé að því að vera nasisti

Íslensk nýnasistasamtök með grófan áróður á Facebook – Spyrja hvað sé að því að vera nasisti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndir úr Gleðigöngunni

Sjáðu myndir úr Gleðigöngunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Konan var ekki að mótmæla og alls ekki gegn Gleðigöngunni

Konan var ekki að mótmæla og alls ekki gegn Gleðigöngunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Margrét reiddist heiftarlega við prestana – „Ég varð svo reið að ég þurfti að halda mér á köflum“

Margrét reiddist heiftarlega við prestana – „Ég varð svo reið að ég þurfti að halda mér á köflum“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Alvarlegur gagnaleki úr Fjölbraut Breiðholti – Viðkvæmar persónuupplýsingar um nemendur sendar á nýnema

Alvarlegur gagnaleki úr Fjölbraut Breiðholti – Viðkvæmar persónuupplýsingar um nemendur sendar á nýnema
Fréttir
Fyrir 4 dögum

5 tilefni til skrúðgöngu á Íslandi

5 tilefni til skrúðgöngu á Íslandi