fbpx
Laugardagur 06.júní 2020
Fréttir

Guð forði okkur frá því að ala upp hugsandi börn: „Já, það er náttúrlega bara bull“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 6. júlí 2019 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist ein vitleysan reka aðra í borgarstjórn Reykjavíkur. Ég er borin og barnfædd í Reykjavík og hélt að ég gæti aldrei búið neins staðar annars staðar. Síðustu ár hef ég hins vegar þakkað mínum sæla að þurfa ekki að skipta mér af borgarpólitíkinni.

Nýjasta útspil Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, er að agnúast út í að nokkrir unglingar í vinnuskólanum í Reykjavík hafi lagt niður störf og mótmælt aðgerðarleysi yfirvalda í loftslagsmálum. Vigdísi finnst þetta bull og ætlar að komast til botns í þessu máli.

Þetta á ég afar erfitt með að skilja. Er það bull að gefa nemendum í vinnuskólanum möguleika á því að hafa áhrif á framtíð sína? Er það bull að fræða þau um loftslagsmál og þróunina sem getur átt sér stað ef við stöndum aðgerðarlaus hjá og þegjum? Er það bull að kenna þeim hvernig þau geta látið í sér heyra? Er það bull að gefa þeim frelsi til að láta hugann reika, hlusta, fylgjast með og mynda sínar eigin skoðanir á mikilvægum og brýnum samfélagsmálum?

Eða er það ekki nákvæmlega það sem við ættum að vera að gera og viljum gera? Vigdís nær náttúrlega að snúa út úr þessu eins og henni einni er lagið og segir nemendur í vinnuskólanum hafa verið beðnir af Reykjavíkurborg að búa til mótmælaspjöld og fara í kröfugöngu. Ólögráða einstaklingarnir misnotaðir af borginni. Hins vegar var það svo að þetta stóð nemendum til boða á hefðbundnum vinnutíma og aðeins brotabrot af þeim sem sækja vinnuskólann þáðu það boð. Getur verið að Vigdís, og reyndar aðrir í borgarstjórn, þrífist á drama og farsakenndum atburðarásum? Svo mikið að þegar að rykið sest þá þarf nauðsynlega að finna nýjan skandal til að feykja því á nýjan leik? Vissulega hafa mörg hneykslismál komið upp í borginni að undanförnu og mjög mikilvægt að komast til botns í þeim. En þegar hver einasta mýfluga er snert töfrasprota og breytt í úlfalda þá falla alvarlegri málin óneitanlega í skuggann.

Guð forði okkur frá því að víkka út sjóndeildarhring ungmenna sem eru við það að standa á eigin fótum í lífinu. Það gæti verið stórhættulegt að ala þau upp sem þenkjandi fólk sem brennur fyrir sitt nærumhverfi. Það er náttúrlega vitleysa að sýna þeim að lítil þúfa getur velt þungu hlassi og að skoðun þeirra skipti máli. Já, það er náttúrlega bara bull.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Gróðureldar í Hafnarfirði

Mest lesið

Ekki missa af

Ekkert tekjublað 2020
Fréttir
Í gær

Helgarspáin: Sólin í helgarfrí en milt og gott útivistarveður

Helgarspáin: Sólin í helgarfrí en milt og gott útivistarveður
Fréttir
Í gær

Yrsa Sigurðardóttir fékk undarlegar beiðnir frá samstarfsmönnum sínum

Yrsa Sigurðardóttir fékk undarlegar beiðnir frá samstarfsmönnum sínum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óljós staða í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins

Óljós staða í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástandið á fasteignamarkaðnum ekki jafn slæmt og óttast var

Ástandið á fasteignamarkaðnum ekki jafn slæmt og óttast var
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Efasemdir um skimun ferðamanna – Bryndís og Þórólfur tókust á í Kastljósi

Efasemdir um skimun ferðamanna – Bryndís og Þórólfur tókust á í Kastljósi