fbpx
Laugardagur 25.mars 2023
Fréttir

Guðni spyr: Hvað er að Íslendingum? „Þessi þróun er til skammar“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. júlí 2019 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eru fullorðnir karlar og konur sem ráða þessari för, ekki börnin, en þau læra það sem fyrir þeim er haft,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra.

Guðni skrifar grein í Morgunblaðið í dag en yfirskrift hennar er: Hvað er að Íslendingum – er það minnimáttarkenndin? Hann byrjar grein sína á að vitna í orð Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, sem sagði eitt sinn að náttúra Íslands væri einstök á jörðinni eins og tungumálið sem íslenska þjóðin talar. Náttúran og tungumálið gæfi okkur Íslendingum þjóðareinkenni.

Fullorðna fólkið ekkert betra

Það er einmitt tungumálið sem er Guðna hugleikið og hann virðist hafa nokkrar áhyggjur af þróun mála. Hann segir að Vigdís hafi oft beðið okkur að vanda og varðveita málið undurfríða.

„Þó var hún kona tungumálanna og virt sem slík með heilu tungumála-Hofi hér. En hvernig förum við að? Alltaf er verið að hneykslast á börnum, að þau kunni málið verr en við sem eldri erum. En hvað gera svo þeir eldri sem halda utan um fjöreggið þegar þeir gefa fyrirtækinu nafn, ekki síst eftir að við urðum ferðamannaland?“

Guðni segir að atvinnulífið, hótel og fyrirtæki í ferðaþjónustu, nefni fyrirtæki sín í stórum stíl upp á ensku. Segist Guðni stundum ekki vita í hvaða borg hann er staddur þegar hann er í Reykjavík – enda ekkert nema útlensk nöfn. Það sama eigi við víða á landsbyggðinni.

„Sá sem víða ratar sér þessa þróun hvergi. Jú, á Kanarí heita tveir staðir upp á íslensku Klöru- og Mannabar, því Íslendingar sitja þar að sumbli. Verðum við ekki að nefna fjöllin dalina og fossana upp á ensku? Ég held að þetta sé útlendingum ekki þóknanlegt, þeir undrast þetta að þjóð sem varðveitt hefur elsta tungumál Norðurlanda og skrifað sögu Norðurlanda og talar enn mál Snorra Sturlusonar skuli hegða sér með þessum hætti. Eyjafjallajökull er „glatað nafn“ – eða hvað? Hvað með Eyjafjallajökul, en gosið þar og nafnið gerðu mikið í að auglýsa Ísland af því að fréttamenn kunnu illa að bera þetta nafn fram. „Nýtt nafn á Eyjafjallajökul og enginn tekur eftir fréttinni,“ sagði kerlingin. Þessi þróun er til skammar og skaðar íslenskuna til langframa og gerir Ísland um margt aumkunarvert. Það eru fullorðnir karlar og konur sem ráða þessari för, ekki börnin, en þau læra það sem fyrir þeim er haft.“

Fyrirtæki beri íslensk nöfn

Guðni segir að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fylgi nú í fótspor Vigdísar og vilji efla íslenskuna á öllum sviðum. Skorar hann á Lilju að byrja á því að taka til í málgarði þeirra fullorðnu og þeirra sem stýra atvinnulífinu hér á landi. Hann segir að öll fyrirtæki á Íslandi eigi að bera íslenskt nafn. Nefnir hann í því samhengi Össur, Marel, Íslenska erfðagreiningu og Ísey-skyrið.

„Og eru þessi fyrirtæki víðförul um veröld alla. Það gera enn Hekla, Katla, Gullfoss og Geysir, Dettifoss, Akureyri og enn ber Ölgerðin Egill Skallagrímsson sitt nafn með sóma. Ferðamenn eru hingað komnir til að njóta, þar er sagan í öndvegi, náttúran og allt sem við eigum best. Vigdís og Lilja tala mörg tungumál en unna sínu máli og vita hvað það gerir fyrir okkur. Ég bið íslenskunni griða, þetta nafnarugl er það vitlausasta og mesta aðför að íslenskri tungu í ellefu hundruð ár.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur og Sóley svara grein Frosta – „Í dag eru gerðar tilraunir til að slaufa femínistum“

Hildur og Sóley svara grein Frosta – „Í dag eru gerðar tilraunir til að slaufa femínistum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fréttavaktin: Downs heilkenni, tryggingamarkaður og fótbolti

Fréttavaktin: Downs heilkenni, tryggingamarkaður og fótbolti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk feitan reikning frá VÍS eftir umferðarslys á Reykjanesbraut

Fékk feitan reikning frá VÍS eftir umferðarslys á Reykjanesbraut
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður í gæsluvarðhaldi grunaður um stórfellt brot í nánu sambandi og tilraun til manndráps

Karlmaður í gæsluvarðhaldi grunaður um stórfellt brot í nánu sambandi og tilraun til manndráps
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Takast á um Votta Jehóva – „And­styggi­legt form refs­ing­ar, and­legt of­beldi í sinni verstu mynd“

Takast á um Votta Jehóva – „And­styggi­legt form refs­ing­ar, and­legt of­beldi í sinni verstu mynd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefnir í kjötskort á næstu árum innanlands

Stefnir í kjötskort á næstu árum innanlands