fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Viðvarandi lyfjaskortur hér á landi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. maí 2019 08:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér á landi sem og víðar í Evrópu er skortur á lyfjum viðvarandi. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins varð skortur á 45 lyfjum hér á landi. Í langflestum tilvikum voru aðrir kostir til eða þeir voru útvegaðir.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Fram kemur að stutt sé síðan Lyfjastofnun byrjaði að skrá með reglubundnum hætti hversu oft skortur er á lyfjum. Haft er eftir Rúnu Haukdsóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar, og fleirum að sem betur fer hafi ekki komið upp „krítískur lyfjaskortur“ hérlendis, enginn hafi verið í lífshættu vegna lyfjaskorts. Samt sem áður verði að taka lyfjaskort alvarlega.

Haft er eftir Rúnu að það veki athygli að það séu allskonar lyf sem skorti og eigi það við bæði hér á landi og erlendis. Það séu ekki endilega sömu lyfin sem skortir í mismunandi löndum. Oft hafi þetta verið sýklalyf og krabbameinslyf  sem hafi skort en dregið hafi úr skorti á þeim.

Aðspurð sagði Rúna að líklega verði alltaf einhver lyfjaskortur til staðar. Vandinn sé margþættur og sem dæmi nefndi hún að samfara aukinni alþjóðavæðingu séu lyf og lyfjahráefni framleidd á færri stöðum í heiminum og því geti framleiðsluvandi á einum stað haft keðjuverkandi áhrif á markaðinn. Einnig nefndi hún að kröfur um öryggi lyfja í flutningi hafi breyst frá því sem áður var og ekki þurfi mikið út af að bera við flutning þeirra til að vandi skapist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Undirskriftasöfnun gegn Hatara hafin – „Við samþykkjum ekki gyðingaandúð í okkar landi“

Undirskriftasöfnun gegn Hatara hafin – „Við samþykkjum ekki gyðingaandúð í okkar landi“
Fréttir
Í gær

Simmi ósáttur við Hatara

Simmi ósáttur við Hatara
Fréttir
Í gær

Sjáðu Matthías tala um ömmu sína á næstum reiprennandi þýsku

Sjáðu Matthías tala um ömmu sína á næstum reiprennandi þýsku
Fréttir
Í gær

Reyndi að stela bíl af bílasölu

Reyndi að stela bíl af bílasölu
Fréttir
Í gær

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrosshræið í Saltvík hefur verið fjarlægt – „Þetta mál hefur komið mjög illa við mig og fjölskyldu mína“

Hrosshræið í Saltvík hefur verið fjarlægt – „Þetta mál hefur komið mjög illa við mig og fjölskyldu mína“
Fyrir 2 dögum

Spurning vikunnar: Í hvaða sæti hafnar Ísland í Eurovision?

Spurning vikunnar: Í hvaða sæti hafnar Ísland í Eurovision?