fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Guðmundur skorar á kírópraktora að taka þátt í söfnun fyrir Fanneyju

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 10. maí 2019 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardaginn 11. maí stendur Kírópraktorstöð Reykjavíkur fyrir viðburði á frá klukkan 9 til 13 þar sem starfsmenn stöðvarinnar ætla að taka á móti fólki í meðferðir og mun allur ágóði renna til Fanneyjar Eiríksdóttur og Ragga, eiginmanns hennar.

Flestir Íslendingar ættu að vera stöðu þeirra hjóna kunnugir en Fanney hefur barist við krabbamein á fjórða stigi í langan tíma. Parið á saman tvö börn en það var á meðgöngu seinna barns þeirra sem krabbameinið fannst og þurfti að taka son þeirra með keisara löngu fyrir settan fæðingardag.

„Bæði Raggi og Fanney hafa verið í meðhöndlun hjá mér reglulega síðustu árin þannig að mér þykir afskaplega vænt um þau bæði og vil gera allt mitt til þess að geta hjálpað aðeins til,“ segir Guðmundur Birkir Pálmason kírópraktor sem stendur fyrir viðburðinum.

Guðmundur og Fanney / Mynd: Aðsend

„Þetta fer þannig fram að allir eru velkomnir í tíma hjá okkur, hvort sem þeir eru kúnnar okkar eða í meðferð annars staðar. Þeim sem vilja bóka fastan tíma er velkomið að gera svo eða bara að mæta á staðinn. Við verðum aðallega fjórir kíróptaktorar sem vinnum hjá Kírópraktorstöð Reykjavíkur og svo verður Mark Kislich að nudda. Ég ákvað að bjóða öðrum kírópraktorum að vera með svo að fleiri kæmust að og til að ýta undir að kírópraktorar á Íslandi myndu standa saman fyrir gott málefni. Þeir sem vilja koma eru velkomnir til að nota stofuna okkar eins og hentar. Þetta verða hefðbundnar meðferðir og ef við þurfum að taka röntgenmyndir þá gerum við slíkt. Verðið verður eftir verðskrá en frjáls framlög eru velkomin og rennur allur ágóði að sjálfsögðu til Fanneyjar og fjölskyldu.“

Guðmundur skorar á sem flesta kírópraktora að koma og taka þátt og styðja þannig Fanneyju og fjölskyldu hennar í þeirri hetjulegu baráttu sem þau heyja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun