fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Viðurstyggilegt dýraníð á Laugavegi: Hundurinn fékk piparúða í augun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 21. apríl 2019 12:47

Herra Kolur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Davíðsson er eigandi gullfallegs Labrador-hunds sem heitir Herra Kolur. Haraldur og Kolur urðu fyrir afar ógeðfelldri reynslu að kvöldi föstudagsins langa er þeir voru á gangi niður Laugaveg. Hvítum Audi A4 bíl var ekið framhjá þeim, í bílnum voru tveir ungir menn, og annar þeirra skrúfaði niður hliðarrúðu og spreyjaði piparúða á hundinn og manninn.

„Ég áttaði mig ekki á því hvað hafði gerst fyrr en þeir voru farnir framhjá okkur. Ég varð skyndilega var við þetta ský fyrir framan okkur en það var ekki fyrr en ég fann bragðið af þessu að það rann upp fyrir mér hvers kyns var,“ segir Haraldur, sem eins og vænta má, er afar reiður vegna málsins en heldur þó stillingu sinni.

Haraldur blindaðist í stutta stund á öðru auga en náði að strúka efnið úr augunum án frekari eftirkasta. Hundurinn fór heldur verr úr árásinni en varð þó ekki fyrir varanlegum skaða: „Hann náði sér ekki fyrr en eftir að ég hafði vætt augun í honum upp úr mjólk og hlúð að honum og huggað hann,“ segir Haraldur.

Haraldur hefur reynt að grafast fyrir um hverjir voru hér að verki og hefur orðið nokkuð ágengt í þeim efnum. Ekki er þó hægt að gefa nánari upplýsingar um það fyrr en eftir páska þegar Haraldur er búinn að leggja inn formlega kæru hjá lögreglunni.

Haraldur ætlar líka að gefa Matvælastofnun (MAST) upplýsingar um málið en sú stofnun hefur meðal annars það hlutverk með höndum að kæra fyrir brot á dýraverndunarlögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Ákvörðun Útlendingastofnunar afturkölluð – Mayeth verður ekki send úr landi í bili

Ákvörðun Útlendingastofnunar afturkölluð – Mayeth verður ekki send úr landi í bili
Fréttir
Í gær

Magnús ákærður – Talinn hafa svikið út 85 milljónir frá Sparisjóði Siglufjarðar

Magnús ákærður – Talinn hafa svikið út 85 milljónir frá Sparisjóði Siglufjarðar
Fréttir
Í gær

Ríkisskattstjóri gefur ekki upplýsingar um 10 tekjuhæstu í ár

Ríkisskattstjóri gefur ekki upplýsingar um 10 tekjuhæstu í ár
Fréttir
Í gær

Pálmi sparar ekki stóru orðin: „Illa innrætt og heimskt fólk“

Pálmi sparar ekki stóru orðin: „Illa innrætt og heimskt fólk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

18 ára piltur í vanda eftir ofsaakstur á Kringlumýrarbraut

18 ára piltur í vanda eftir ofsaakstur á Kringlumýrarbraut
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt stærsta fíkniefnasmygl sögunnar – Fjórir Íslendingar í haldi – Kókaínið metið á hundruði milljóna

Eitt stærsta fíkniefnasmygl sögunnar – Fjórir Íslendingar í haldi – Kókaínið metið á hundruði milljóna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni forseti birtir hjartnæma mynd af föður sínum: „Segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið“

Guðni forseti birtir hjartnæma mynd af föður sínum: „Segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla varar við umferðartöfum – Hér gætu orðið miklar tafir í dag

Lögregla varar við umferðartöfum – Hér gætu orðið miklar tafir í dag