fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Aldrei fleiri teknir fyrir akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 12:27

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls voru skráð 186 brot hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Ekki hafa verið skráð jafn mörg tilvik síðan lögum og verklagi lögreglu vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna var breytt árið 2006.

Þetta kemur fram í afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir febrúarmánuð. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára. Alla skýrsluna má nálgast hér.

„Skráð voru 687 hegningarlagabrot í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í mars sl. Tilkynningum um þjófnað fjölgaði milli mánaða en þar af fjölgaði þjófnaði á farsímum og reiðhjólum hlutfallslega mest. Tilkynningum um innbrot fækkaði miðað við útreiknuð neðri mörk fyrir síðustu sex og síðustu 12 mánuði á undan. Tilkynningum um nytjastuld ökutækja fækkaði einnig á milli mánaða. Tilkynntum ofbeldisbrotum fækkaði í febrúar miðað við síðustu mánuði á undan og hafa skráð ofbeldisbrot ekki verið færri síðan í febrúar 2017. Ofbeldi gagnvart lögreglumönnum fjölgaði hinsvegar töluvert miðað við útreiknuð efri mörk síðustu sex og síðustu 12 mánuði á undan. Ekki hafa verið skráð jafn mörg mál er varða ofbeldi gagnvart lögreglumönnum síðan nóvember 2016,“ segir í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér vegna skýrslunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum