fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Fréttir

Farþegar aðstoðaðir með björgunarfargjöldum: Hér eru réttindi farþega WOW air

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. mars 2019 09:03

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samgöngustofa hefur bent þeim farþegum sem eiga flug með WOW air að kanna flug hjá öðrum flugfélögum. Eins og greint var frá á níunda tímanum í morgun er WOW air hætt starfsemi og öll flug félagsins falla því niður.

„Samkvæmt viðbragðsáætlun munu flugmálayfirvöld kanna vilja annarra flugfélaga til að aðstoða farþega með svokölluðum björgunarfargjöldum í samræmi við yfirlýsingu Alþjóðasamtaka flugfélaga, IATA. Upplýsingum um það verður komið á framfæri við farþega jafnóðum og þær liggja fyrir. Jafnframt verður samkvæmt viðbragðsáætlun lagt mat á getu annarra flugfélaga til að mæta aukinni eftirspurn,“ segir í tilkynningu frá Samgöngustofu.

Þar segir enn fremur að tilkynningar til farþega verði uppfærðar þegar tilefni er til og meðal annars birtar á vef Samgöngustofu.

Þá birtir Samgöngustofa upplýsingar um réttindi flugfarþega. Þeir farþegar sem keyptu flugmiða með kreditkorti er bent á að hafa samband við útgefanda kortsins til að kanna möguleika á að fá flugmiðann endurgreiddan.

„Farþegar sem keyptu ferðina af evrópskum ferðaskipuleggjanda sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri alferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um alferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af.“

Farþegar kunna jafnframt að eiga kröfu á hendur WOW AIR, m.a. á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega. Þegar um gjaldþrot er að ræða þarf að lýsa slíkum kröfum í þrotabú flugrekandans.

Tilkynning Samgöngustofu til farþega WOW air:

Hvernig kemst ég á áfangastað?
Farþegum er bent á að kanna möguleika á flugi hjá öðrum flugfélögum. Athugið að sum flugfélög kunna við þessar aðstæður að bjóða farþegum aðstoð í formi björgunarfargjalda. Upplýsingar um þau félög verða birtar um leið og þær liggja fyrir.

Hver eru réttindi mín?
Farþegum sem keyptu flugmiða með kreditkorti er bent á að hafa samband við útgefanda kortsins til að kanna möguleika á að fá flugmiðann endurgreiddan.

Farþegar sem keyptu ferðina af evrópskum ferðaskipuleggjanda sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri alferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um alferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af.

Farþegar kunna jafnframt að eiga kröfu á hendur WOW AIR, m.a. á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega. Þegar um gjaldþrot er að ræða þarf að lýsa slíkum kröfum í þrotabú flugrekandans.

Hvar fæ ég nýjustu upplýsingar?
Tilkynningin verður birt og uppfærð með nýjustu upplýsingum hverju sinni á eftirtöldum stöðum:

– Vef Samgöngustofu: www.samgongustofa.is / www.icetra.is
– Vef Keflavíkurflugvallar: https://www.isavia.is/
– Vef WOW AIR: www.wowair.com
– Hengd upp á öllum viðeigandi flugvöllum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrverandi eiginkona læknisins í sjokki yfir dómi Landsréttar

Fyrrverandi eiginkona læknisins í sjokki yfir dómi Landsréttar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“
Fréttir
Í gær

Atvik sem fór framhjá flestum í gær – Trompaðist gjörsamlega þegar hann var tekinn af velli

Atvik sem fór framhjá flestum í gær – Trompaðist gjörsamlega þegar hann var tekinn af velli
Fréttir
Í gær

169 einstaklingar sem finnast ekki

169 einstaklingar sem finnast ekki
Fréttir
Í gær

Dúxaði í Verzló en er nú á svörtum lista Vesturlanda – Fannst íslenskir unglingar drekka of mikið

Dúxaði í Verzló en er nú á svörtum lista Vesturlanda – Fannst íslenskir unglingar drekka of mikið
Fréttir
Í gær

Drengurinn er fundinn heill á húfi

Drengurinn er fundinn heill á húfi