Þriðjudagur 28.janúar 2020
Fréttir

Svarthöfði fetar fótspor Haraldar

Svarthöfði
Sunnudaginn 8. desember 2019 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði tilkynnir hér með að hann muni sækjast eftir embætti ríkislögreglustjóra þegar það verður auglýst. Núverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, stígur til hliðar um áramótin, í kjölfar harðrar gagnrýni og vantraustsyfirlýsinga. Haraldi var þó ekki gert að víkja, heldur fékk hann að biðjast undan embættinu að eigin frumkvæði.

Og nú er komið að Svarthöfða að taka við embættinu. Enda þyrfti Svarthöfði að vera vitfirrtur að sækjast ekki eftir því. Kósí innivinna á góðum kjörum og ekki nóg með það, seisei, nei. Svarthöfði ætlar að fylgja fast í fótspor Haraldar, nema kannski gera það aðeins hraðar en hann. Verða fljótt með umdeildari embættismönnum landsins, hóta þeim lífláti sem vita ekki hver Svarthöfði er, ráða bara skemmtilega samstarfsfélaga sem Svarthöfða líkar við, hunsa stjórnsýslulögin þegar þau henta ekki, sinna skyldustörfum með þeim hætti að allir vantreysti og tortryggi hann, bregðast brotaþolum kynferðisbrota, leigja öðrum löggum bíla á uppsprengdu verði og skamma svo fólk fyrir að vega að heiðri Svarthöfða á opinberu bréfsefni embættisins.

Að þessu loknu gerir Svarthöfði að sjálfsögðu ráð fyrir sömu starfslokakjörum og Haraldur. Svarthöfði fær að segja af sér sjálfur, fær rausnarlegan starfslokasamning (40 m.kr. JÁ TAKKI) fær svo uppskáldaða ráðgjafastöðu við hægri hönd dómsmálaráðherra þar sem  Svarthöfði fær svo að skipta sér af því hvernig löggæslumálum verði hagað framvegis. Og það besta er að nýja uppskáldaða staðan gerir enga kröfu um mætingu. Þetta er sannkallað draumastarf, þar sem maður fær tugi milljóna fyrir að standa sig illa í starfi. Þetta er tækifæri sem ekki mun bjóðast oft. Svarthöfði lofar að vera alveg jafn slæmur ríkislögreglustjóri og Haraldur, svo lengi sem Svarthöfði fái sömu umbun fyrir illa unnin störf. Síðan má ekki gleyma því að Haraldur er korter í eftirlaun og að sjálfsögðu eru eftirlaunakjör hans nánast eins góð og þau gerast. Haraldur er reyndar snillingur í að fá uppskáldaðar stöður. Hann var einn af fyrstu starfsmönnum hjá þá nýstofnuðu embætti ríkislögmanns, svo var búin til fyrir hann staða fangelsismálastjóra, svo búin til ný staða varalögreglustjóra, síðan staða ríkislögreglustjóra og nú verður hann sérstakur ráðgjafi dómsmálaráðherra. Hvernig fer hann að þessu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Misvísandi skilaboð frá Dorrit: Stendur við bakið á svörnum óvinum

Misvísandi skilaboð frá Dorrit: Stendur við bakið á svörnum óvinum
Fréttir
Í gær

Þetta kom fram á íbúafundinum í Grindavík: Tilbúinn í eldgos og neyðarrýmingu

Þetta kom fram á íbúafundinum í Grindavík: Tilbúinn í eldgos og neyðarrýmingu
Fréttir
Í gær

Jarðhræringar á Reykjanesi: Gos gæti staðið yfir í nokkrar vikur – Viðbúið að flytja þyrfti 5.000 á brott

Jarðhræringar á Reykjanesi: Gos gæti staðið yfir í nokkrar vikur – Viðbúið að flytja þyrfti 5.000 á brott
Fréttir
Í gær

Þrír ungur menn grunaðir um ránstilraun í Kópavogi

Þrír ungur menn grunaðir um ránstilraun í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nær allir í Eflingu samþykkja verkfall – Þessa daga mun það hafa áhrif á þig – „Yfirgnæfandi vilja til aðgerða“

Nær allir í Eflingu samþykkja verkfall – Þessa daga mun það hafa áhrif á þig – „Yfirgnæfandi vilja til aðgerða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andrés segir Sjálfstæðismenn hafa haldið krísufundi – Stefán Einar segir flokksmenn sofandi

Andrés segir Sjálfstæðismenn hafa haldið krísufundi – Stefán Einar segir flokksmenn sofandi