fbpx
Fimmtudagur 13.ágúst 2020
Fréttir

Þjófar létu greipar sópa í Hlíðunum: Brutust inn í fimmtán geymslur

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. desember 2019 08:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um innbrot í geymslur í fjölbýlishúsi í Hlíðunum rétt fyrir klukkan 21 í gærkvöldi. Brotist hafði verið inn í fimmtán geymslur en ekki er vitað hverju var stolið. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort einhver eða einhverjir séu grunaðir um verknaðinn.

Gærkvöldið og nóttin var með rólegasta móti hjá lögreglu en fyrir utan þetta mál í Hlíðunum hafði lögregla afskipti af nokkrum ökumönnum sem voru ekki með allt sitt á hreinu. Tveir voru teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og einn vegna gruns um áfengis- og fíkniefnaakstur. Þá voru skráningarnúmer klippt af bifreið ökumanns sem stöðvaður var í Breiðholti í gærkvöldi þar sem bifreiðin reyndist ótryggð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Sigur og ósigur Gylfa – Landsréttur snýr við frávísun í kynferðisbrotamáli sálfræðings

Sigur og ósigur Gylfa – Landsréttur snýr við frávísun í kynferðisbrotamáli sálfræðings
Fréttir
Í gær

Dæmi um að eldri borgurum hafi hrakað mikið og jafnvel látið lífið vegna heimsóknarbanns –

Dæmi um að eldri borgurum hafi hrakað mikið og jafnvel látið lífið vegna heimsóknarbanns –
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einstaklingur með lítil einkenni getur verið bráðsmitandi

Einstaklingur með lítil einkenni getur verið bráðsmitandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppruni hópsmits í Vestmannaeyjum enn óljós – sjáðu aðferðir smitrakningateymisins

Uppruni hópsmits í Vestmannaeyjum enn óljós – sjáðu aðferðir smitrakningateymisins