Laugardagur 18.janúar 2020
Fréttir

Leitað að manni sem féll í Núpá – Erfið leitarskilyrði

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. desember 2019 03:40

Mynd úr safni. Mynd:Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laust fyrir klukkan 22 í gærkvöldi var tilkynnt að maður hefði fallið í Núpá í Eyjafirði. Hann var að vinna við stíflu í ánni þegar krapagusa hreif hann með sér að sögn lögreglunnar á Akureyri. Allt tiltækt björgunarlið var strax sent á vettvang auk læknis. Ferðin á slysstað sóttist seint vegna ófærðar og þurfti að fá snjóruðningstæki til að fara á undan.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send norður með fjóra kafara. Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar er væntanleg til Akureyrar klukkan 04 með 10 manna hóp sem er sérhæfður í straumvatnsbjörgun.

Í tilkynningu, sem lögreglan sendi frá sér klukkan 03, kemur fram að nú séu 43 leitarmenn á 17 tækjum við störf á vettvangi, þar af 4 kafarar og einn læknir. Leitarhundur er einnig á vettvangi. Aðstæður á vettvangi eru erfiðar vegna myrkurs og veðurs. Ekki hefur verið unnt að nota þyrlu við leitina vegna éljagangs.

Í uppfærslu lögreglunnar klukkan sex í morgun kom fram að maðurinn væri enn ófundinn. Verið var að skipta út mannskap á leitarsvæðinu og kalla til frekari mannskap frá öðrum svæðum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tveir slösuðust eftir árekstur á Garðvegi

Tveir slösuðust eftir árekstur á Garðvegi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Benedikt fór í samkvæmi virðulegra manna: „Sannfærðir um að málið yrði þagað í hel“

Benedikt fór í samkvæmi virðulegra manna: „Sannfærðir um að málið yrði þagað í hel“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

„Ég veit ekki hvar þessi martröð endar“ – Tvö áföll á skömmum tíma og langur sakaferill

„Ég veit ekki hvar þessi martröð endar“ – Tvö áföll á skömmum tíma og langur sakaferill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði: Faðir stúlkunnar sem lenti í snjóflóðinu er um borð

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði: Faðir stúlkunnar sem lenti í snjóflóðinu er um borð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndir frá varðskipinu Þór á vettvangi snjóflóðanna í nótt

Myndir frá varðskipinu Þór á vettvangi snjóflóðanna í nótt