Laugardagur 14.desember 2019
Fréttir

Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. desember 2019 11:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Johannessen hefur óskað eftir því við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að fá að láta af embætti ríkislögreglustjóra um áramót. RÚV greinir frá þessu og segir að Haraldur hafi sent samstarfsfélögum sínum bréf um þetta í morgun.

Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan eitt þar sem Áslaug Arna mun fara yfir mál lögreglunnar. Ekki liggur fyrir hvert erindi fundarins er en ekki þykir ólíklegt að málefni ríkislögreglustjóra verði meðal annars rædd þar.

Í frétt RÚV kemur fram að Haraldur hafi óskað eftir því að taka að sér ráðgjöf við ráðherra á sviði löggæslumála eftir að hann lætur af embætti. Þá er vísað í Harald sem segir að hann stígi sáttur frá borði, nú þegar breytingar eru boðaðar á yfirstjórn lögreglumála á landinu sé rétti tíminn til að hleypa nýju fólki að.

Gustað hefur um Harald á undanförnum mánuðum og í haust var hann til að mynda gagnrýndur harðlega af Landssambandi lögreglumanna og Lögreglufélagi Reykjavíkur. Var hann sakaður um ógnar- og óttastjórnun. Þegar rætt var við Harald í haust virtist ekkert fararsnið vera á honum. Þá sagði hann við fjölmiðla að hann ætlaði sér að sitja áfram næstu þrjú árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Margir minnast Ásbjarnar: „Tíminn sem við áttum með pabba var alltof stuttur en yndislegur“

Margir minnast Ásbjarnar: „Tíminn sem við áttum með pabba var alltof stuttur en yndislegur“
Fréttir
Í gær

Skipa átakshóp um úrbætur eftir fárviðrið

Skipa átakshóp um úrbætur eftir fárviðrið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pilturinn sem féll í Núpá var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni

Pilturinn sem féll í Núpá var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjófar létu greipar sópa í Hlíðunum: Brutust inn í fimmtán geymslur

Þjófar létu greipar sópa í Hlíðunum: Brutust inn í fimmtán geymslur