fbpx
Miðvikudagur 15.júlí 2020
Fréttir

Samtökin „Verndum veika og aldraða“ stofnuð um helgina – Vekja athygli á alvarlegum atvikum á stofnunum og hjúkrunarheimilum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 16:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stofnfundur samtakanna Verndum veika og aldraða verður haldinn í Safnaðarheimili Langholtskirkju á laugardaginn og stendur yfir frá kl. 14 til 16. Nafn samtakanna verður borið undir fundinn og lög samtakanna verða lögð fram. Þá verða helstu markmið kynnt.

Samtökin munu beita sér fyrir auknum stuðningi við fólk þarf að dveljast langdvölum á hjúkrunarheimilum og sambærilegum stofnunum. Einn stofnenda samtakanna, Berglind Berghreinsdóttir, átti föður með heilabilun sem dvaldist lengi á slíkum stofnunum. Berglind hefur ávarpað mögulega meðlimi samtakanna og stuðningsaðila með eftirfarandi:

„Fyrir hönd hópsins sem stendur að stofnfundi samtakanna Verndum veika og aldraða vil ég biðja ykkur að ljá þessu mikilvæga málefni eyra og tíma.

Við ætlum að útbúa vettvang til þess að hver og einn, jafnt veika fólkið sjálft, aðstandendur þess og jafnvel starfsfólk sjúkrahúsa, geti leitað stuðnings við að sinna margvíslegum úrlausnarefnum sem snúa að veikum og öldruðum. Við teljum sjúklinga einhvern varnarlausasta hópinn í samfélagi nútímans og hann þarf á stuðningi okkar allra að halda!

Þessum hópi tilheyra aldraðir og veikir einstaklingar á öllum aldri, sem alltof margt bendir til að standi nú mjög höllum fæti. Því miður skortir þá oftast þrek eða þekkingu til að verjast eða leita sér aðstoðar í kerfinu.

Flest höfum við á einhvern hátt séð, heyrt eða reynt hve þunglamalegt bákn heilbrigðiskerfið er orðið og flest innan þess bæði torskilið og þungt í vöfum. Sumir eru blessunarlega heppnir og eiga afkomendur og aðra aðstandendur sem geta mögulega tekið slaginn og hjálpað til en slíkt er ekki sjálfgefið.

Við höfum alltof of oft heyrt talað um að „mannleg mistök“ séu ástæða þess sem miður fer á stofnunum og hjúkrunarheimilum.  Um er að ræða misalvarleg atvik, allt frá smávægilegum óhöppum til dauðsfalla og allt þar á milli. Það er okkar mat að mörg þessara tilfella hefði verið hægt að koma í veg fyrir með fræðslu. Alltof oft hefur komið upp að starfsfólkið „á gólfinu“ veit ekki hvað heilabilun er og veit þess vegna ekki hvernig á að vinna með sjúklingana.
Þetta þarf að breytast og við sem hópur viljum sjá það gerast, og gera það sem í okkar valdi stendur til að gera breytinguna mögulega!
Dagana 18.-20. september á næsta ári er í bígerð að halda námskeið/ráðstefnu með bandarískri konu sem er virtur og vinsæll kennari sem sérhæfir sig í heilabilunarsjúkdómum.
Nálgun hennar er algerlega einstök og hún hefur haft einkunnarorðin „till there is cure there is care“ að leiðarljósi. Aðferðir hennar mótast af þessum orðum.
Ég fer þess á leit við ykkur að þið veitið þessu verkefni okkar athygli og alla þá kynningu sem þið getið. Það er afskaplega mikilvægt að sem flestir frétti af þessu og taki þátt af alefli. Þjóðin er jú að eldast og við þurfum öll að læra að takast á við þennan hluta þess.“

Sjá einnig:

Heilabilaðir vanræktir á hjúkrunarheimili

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gul viðvörun á hálendinu og úrhelli framundan

Gul viðvörun á hálendinu og úrhelli framundan
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Úlfúð í Vestmannaeyjum – Stál í stál í viðræðum og svartasta svartnættið framundan

Úlfúð í Vestmannaeyjum – Stál í stál í viðræðum og svartasta svartnættið framundan
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fangaverðir mótmæla lokun fangelsisins á Akureyri

Fangaverðir mótmæla lokun fangelsisins á Akureyri
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flatus fær áfram að lifa

Flatus fær áfram að lifa
Fréttir
Í gær

Níddist kynferðislega á fötluðum skjólstæðingi sínum – Sagðist hafa veitt honum sjálfsfróunarhjálp

Níddist kynferðislega á fötluðum skjólstæðingi sínum – Sagðist hafa veitt honum sjálfsfróunarhjálp
Fréttir
Í gær

Prófessor vill ganga lengra en að afglæpavæða neysluskammta- Tveir af hverjum fimm sitja inni vegna fíkniefna

Prófessor vill ganga lengra en að afglæpavæða neysluskammta- Tveir af hverjum fimm sitja inni vegna fíkniefna
Fréttir
Í gær

Mótmæla lokun og segja rök Áslaugar ekki halda vatni

Mótmæla lokun og segja rök Áslaugar ekki halda vatni
Fréttir
Í gær

Hatrið sigraði í Póllandi

Hatrið sigraði í Póllandi