fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Fréttir

Páskastjarnan hrósar sigri eftir harðar deilur við leigjanda – „Hann vildi að ég eldaði og bakaði ofan í sig“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 17:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd húsamála hefur hafnað kröfum ítalsks manns á hendur Guðnýju Maríu Arnþórsdóttir, sem þekkt er undir nafninu Páskastjarnan, en Guðný María hefur öðlast vinsældir fyrir tónlistarmyndbönd sín á Youtube og skemmtiatriði víða um land. Guðný María lenti í hörðum deilum við ítalskan mann í sumar sem leigði af henni herbergi um stutt skeið í ágúst. Svo fór að Guðný María lét bera manninn út en hann stefndi henni fyrir Kærunefnd húsamála. Hafði hann ekki erindi sem erfiði en DV hefur úrskurðinn undir höndum.

„Ég ætlaði að prófa að leigja út frá mér herbergi. Það birtist hjá mér ungur ítalskur maður, yfir tveir metrar á hæð. Hann vildi gera við mig leigusamning en borgaði svo aldrei neina leigu. Leigan var alltaf á leiðinni, átti að koma á morgun, en svo komu aldrei neinir peningar,“ segir Guðný María í viðtali við DV.

Leigjandinn segist hafa greitt Guðnýju Maríu mánaðarleigu, 75.000 krónur, en um miðjan mánuðinn var hann borinn út úr húsnæðinu. Vill hann fá endurgreiddan hálfan mánuð, eða 37.500 krónur. Þá krefst hann rúmlega 200.000 króna í skaðabætur fyrir eigur sínar sem hann segir að hafa verið hent út um glugga og þær skemmst.

Guðný María gerði á móti kröfu um greiðslu á leigu fyrir hálfa mánuðinn og miskabætur fyrir yfirgang og ofbeldi sem maðurinn á að hafa beitt hana.

Öllum kröfum var hafnað. Kærunefndin segir engin gögn sýna fram á að leigjandinn hafi greitt leiguna en til staðar eru gögn sem sýna að hann hafi tekið upphæðina út af reikningi sínum. Hann gat hins vegar ekki framvísað neinni kvittun sem sýndi fram á leigugreiðslu. Til sönnunar því að eigur hans hafi skemmst lagði hann fram ljósmynd af eigum sínum utandyra. Kærunefndin taldi myndina ekki sýna fram á neitt sem styddi mál hans. Guðný María segir að gluggaopin séu allt of þröng til að hægt sé að henda hlutum út um gluggana, en meðal eiga Ítalans var skrifborð.

Þá segir nefndin að það sé ekki á verksviði hennar að taka afstöðu til kröfu um miskabætur á þeim grunni sem Guðný María byggir, um ofbeldi og yfirgang, og hafnar því þeirri kröfu. Skortur á fullgildum leigusamningi kemur í veg fyrir að hægt sé að dæma Guðný Maríu leigu fyrir hálfa mánuðinn sem Ítalinn dvaldist í herbergi hennar.

„Hann var nógu kurteis fyrst en svo byrjaði hann með frekju“

Sigur Guðnýjar við þessa niðurstöðu virðist meiri en Ítalans enda er hún himinlifandi. „Ég er mjög glöð og fyllist líka öryggistilfinningu við að loksins nái réttlætið fram að ganga í mínu máli,“ segir hún en hún hefur áður tapað máli fyrir Kærunefnd húsamála.

Guðný segist aldrei hafa kynnst annarri eins karlrembu og þessum unga ítalska manni:

„Hann var nógu kurteis fyrst en svo byrjaði hann með frekju. Hann vildi að ég eldaði og bakaði ofan í sig og leit svo niður á mig að hann taldi sig ekki þurfa að borga mér leigu. Ég þurfti margoft að kalla til lögreglu vegna hans og á endanum varð ég að láta bera hann út.“

Guðný heldur glöð inn í aðventuna með þennan úrskurð upp á vasann og segir að þetta sé dálítil jólagjöf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

46 grunnskólakennarar í nánu samneyti á golfmóti – „Reyndum eins og við gátum að halda 2ja metra reglunni“

46 grunnskólakennarar í nánu samneyti á golfmóti – „Reyndum eins og við gátum að halda 2ja metra reglunni“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Einstaklingur með lítil einkenni getur verið bráðsmitandi

Einstaklingur með lítil einkenni getur verið bráðsmitandi
Fréttir
Í gær

Bogi og Jóhannes sagðir hafa heimtað aðgerðir – Þess vegna var öruggu löndunum fjölgað

Bogi og Jóhannes sagðir hafa heimtað aðgerðir – Þess vegna var öruggu löndunum fjölgað
Fréttir
Í gær

Ná sér ekki af eftirköstum COVID-19 og reyna að komast í endurhæfingu á Reykjalundi

Ná sér ekki af eftirköstum COVID-19 og reyna að komast í endurhæfingu á Reykjalundi