fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Þórður Már afhjúpar Vinstri græna: „Þessum augljóslega gjörspillta heimi gat ég ekki verið partur af“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Þórður Már Jónsson var eitt sinn varaþingmaður Samfylkingarinnar en á Facebook-síðu sinni afhjúpar hann leynimakk sem átti sér stað í vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann segir að þetta rifjist upp nú vegna Samherjamálsins.

„Núna verð ég að rifja upp mál sem hefur mikið vægi þegar kemur að umfjöllunum dagsins. Í kosningunum 2009 var ég kjörinn varaþingmaður Samfylkingarinnar, en ég fór inn í flokkinn af þeirri ástæðu að þar var stærsta og eina raunhæfa sóknartækifærið gegn kvótakerfinu. Flokkurinn vann stórsigur í kosningunum, en allir nema forysta flokksins gerðu sér grein fyrir að það var að mjög stórum hluta til vegna áherslanna í sjávarútvegsmálunum. Stefna flokksins, sem ég kom að því að semja, fyrir kosningarnar var að koma ætti upp réttlátu kerfi kringum sjávarútveginn, þar sem jafnræði við úthlutun aflaheimilda ætti að vera í hávegum höfð og fara átti í markaðskerfi við úthlutunina,“ segir Þórður Már.

Barðist hatrammlega fyrir því

Þórður Már, sem var varaþingmaður Norðvesturkjördæmis, segist hafa barist fyrir þessu. „Að allri umræðu slepptri um alla nytjastofna sem voru þá þegar komnir í kvóta, (höfðu verið gefnir) þá hafði makríllinn nýverið byrjað að venja hingað komur sínar. Þarna var því orðin spurning um hvað ætti að gera við þennan nýja nytjastofn. Þessa nýju auðlind. Auðvitað vildu kvótaöflin fara sömu leið og með aðra verðmæta nytjastofna og gefa nýtingarréttinn á þeim með gamla laginu. En ég barðist hatrammlega fyrir því innan Samfylkingarinnar að svo yrði ekki,“ segir Þórður Már.

Hann segir að viðbrögð flokksfélaga hans hafi lofað góðu. „Ég hélt kynningu fyrir mörgum af helstu áhrifamönnum flokksins í höfuðstöðvunum á Hallveigarstíg, þar sem ég kynnti ítarlega hvernig hægt væri að útbúa kerfi utan um makrílinn, í samræmi við það sem við höfðum boðað að yrði gert með aðra nytjastofna. Að farið yrði útboðsleið og markaðurinn yrði látinn ráða. Þarna kynnti ég fyrir þeim, eins og ég orðaði það þá, leið til að sýna þjóðinni hvernig réttlátt sjávarútvegskerfi myndi virka. Og ég hafði einnig reiknað út hverjar áætlaðar tekjurnar af þessu nýja kerfi (makrílkerfinu) myndu vera. Óhætt er að segja að ég varð snortinn við hvernig viðtökurnar voru. Menn voru hreinlega vígreifir og það var ákveðið að láta kné fylgja kviði. Að gefa ekki makrílkvótann, heldur úthluta honum á markaðsgrundvelli,“ segir Þórður Már.

Reyndi að gera uppreisn

Svo reyndist ekki. „En, það sem gerðist í framhaldinu var nokkuð sem ég átti ekki von á í lok þessa kvölds á Hallveigarstígnum. Ríkisstjórnarflokkarnir voru tveir, S og V, en sjávarútvegsráðuneytið var í höndum V, en þar sat Jón Bjarnason í stól ráðherra. Ég hafði loforð fyrir því að barist yrði fyrir þessu máli af hálfu S. En svo er á leið, áttaði ég mig á því að menn heltust úr lestinni og þegar að ögurstundu var komið hafði ég fengið af því fréttir að fara ætti gömlu „góðu“ gjafakvótaleiðina og ekki kæmi til greina að taka þessa nýju auðlind, makrílinn, og úthluta honum eftir lögmálum markaðarins. Það stóð til að ræna þessari nýju auðlind fyrir framan nefið á þjóðinni!!! Og það þrátt fyrir viðvarandi deilur um fyrri auðlindarán!,“ segir Þórður Már.

Hann segir að eftir þetta hafi skyndilega upplifa sig sem óæskilegan eða óvelkominn. „Ég reyndi ítrekað að ná á fólk sem alltaf hafði svarað mér, en skyndilega svaraði mér ekki nokkur maður. Enginn af þeim vígreifu lyfti tóli lengur þegar ég hringdi. Svo kom að því að makrílkvótinn var gefinn á gamla mátann í úthlutuninni 2010, ef ég man árið rétt. Svo í kjölfarið þegar ég fór hitta fólkið sem hætti að svara mér þegar ég reyndi að gera uppreisn vegna yfirvofandi auðlindaránsins, þá krafði ég það svara. Hvers vegna fóru allir í felur og hættu að berjast fyrir þessu risastóra máli??? Svar eins fyrrum þingmanns flokksins var á þá leið, að það hefði ekki verið neitt ráðið við VG í þessu máli. Þeir hefðu farið sínu fram og S hefði einfaldlega orðið undir,“ lýsir hann.

Sagði sig úr flokknum

Þórður Már segir að hann hafi á endanum sagt sig úr flokknum vegna þessa: „Ég spurði þá hvers vegna í ósköpunum ríkisstjórnin hefði ekki verið sprengd vegna þessa máls, hvort menn gerðu sér virkilega ekki grein fyrir því hversu stórt og alvarlegt málið væri. Og að það færi beint gegn ríkisstjórnarsáttmálanum, sem kvað á um að farið skyldi markaðsleið með úthlutun á nytjastofnum. Eina svarið sem ég fékk við því, var að þegar maður væri í samstarfi þá yrði að gera málamiðlanir!!!! Ég var brjálaður þá og þetta var fyrir mig ömurleg lífsreynsla sem ég hef marg oft talað um síðan. Ég var bókstaflega hálf þunglyndur eftir þessa ömurlegu innsýn í íslensk stjórnmál. Og þetta var ein stærsta ástæðan fyrir því að ég sagði mig frá varaþingmannsstöðunni þann 11. september 2010 og úr flokknum, því þessum augljóslega gjörspillta heimi gat ég ekki verið partur af. Mér fannst spilling blasa við á þeim tíma og það hlýtur núna vonandi að blasa við mun fleirum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað